Hafnfirðingurinn Ásta Eyjólfsdóttir er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2023 sem lauk á þriðjudag eftir að hafa staðið yfir í allt sumar.
Til að eiga möguleika á að verða Þrautakóngur Ratleiksins þarf viðkomandi að hafa fundið öll 27 ratleiksmerkin sem komið hafði verið fyrir við áhugaverða staði vítt og breitt um bæjarlandið og þó mest í upplandinu.
Sumarið, ekki síst júlí og ágúst, var einkar gott fyrir ratleiksunnendur sem sennilega var með í gera þetta að fjölmennasta Ratleik Hafnarfjarðar frá upphafi. Eru þá aðeins taldir þeir sem fundu a.m.k. 9 merki og skiluðu úrlausnarblaði.
Metþátttaka
Alls skiluðu 265 þátttakendur inn lausnum og 133 fundu öll 27 merkin og geta því kallað sig þrautakóng Aðeins í fyrra kláruðu fleiri allan leikinn í fyrra en þá kláruðu 6 fleiri allan leikinn. Heildarþátttakan í sumar var því um 14% meiri en í fyrra sem líka var metár.
69 fóru á a.m.k. 18 staði sem er 77% fjölgun frá í fyrra og geta þeir kallað sig göngugarp.
63 fóru á a.m.k. 9 staði sem er fjölgun frá í fyrra og geta þeir kallað sig léttfeta.
Kort og fróðleikur
Prentað var vandað loftmyndakort þar sem götur og gönguslóðar eru merktar inn á og staðsetning ratleiksmerkjanna. Þátttakendur hafa svo það verkefni að finna bestu leiðina að merkjunum og stundum þarf nokkrar tilraunir til að finna merkin. Kortin lágu frammi víða í bænum en lang flest kortin voru sótt í Fjarðarkaup.
140 mættu á uppskeruhátíðina
Alls mættu um 140 þátttakendur á uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar, sem haldin var í í Hafnarborg í gær. Á síðasta ári var metþátttaka og yfirfylltist Apótek Hafnarborgar svo nú farið í aðalsal Hafnarborgar, svo mikil var þátttakan.
Þar var farið yfir leikinn, myndir sýndar og verðlaun veitt. Var mikil ánægja með leikinn í ár sem endurspeglaðist í metþátttöku.
Um sjö þúsund sinnum komið að ratleiksstað í sumar!
Þátttakendur í Ratleikum eru af öllum aldri og er þetta vinsæll fjölskylduleikur. Fólk kemur víða að og mátti sjá þátttakendur frá Selfossi, Vogum, Mosfellsbæ, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi og þó langflestir komi frá Hafnarfirði þá mátti líka sjá þátttakendur frá Noregi og Danmörku.
Markmið leiksins er að hvetja fólk til að njóta upplands Hafnarfjarðar en leikurinn er gefinn út af Hönnunarhúsinu í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Árangurinn er svo sannarlega góður því áætla má að um sjö þúsund sinnum hafi verið komið á ratleiksstaði í sumar og er það jafnvel vanmetið því svo margir skila ekki inn úrlausnum.
Fjölmargir styrktaraðilar
Það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn en Rio Tinto á Íslandi er aðalstyrktaraðili leiksins auk Hafnarfjarðarbæjar sem er samstarfsaðili um útgáfu leiksins.
Ómar Smári Ármannsson, sem heldur úti fróðleiksvefnum ferlir.is hefur veitt gríðarlega aðstoð við gerð leiksins en hann er meðal fróðustu manna um Reykjanesið.
Fjölmörg önnur fyrirtæki styrkja leikinn m.a. með því að gefa vinninga.
Fjallakofinn gaf aðalvinninginn í ár, Scarpa gönguskó fyrir verðlaunahafa Þrautakóngs.
M Design í Firði gafa aðalvinninga í flokki Göngugarps og Léttfeta og Fjallakofinn bætti þar við höfuðljósi til Léttfetans og göngustöfum til Göngufarpsins.
Að auki fengu tveir í hverjum flokki viðurkenningu, einn í hverjum flokki fékk sundkort frá Sundlaugum Hafnarfjarðar, og hinir fengu Gjafakort frá Fjarðarkaupum, máltíð fyrir tvo á Von mathús og gjafabréf frá Altis.
Þá voru veitt samtals 31 útdráttarverðlaun en þau voru gefin af Sundlaugum Hafnarfjarðar, Altis, Von, Burger-inn, Píluklúbbnum, Ban kúnn, Tilverunni, Rif, Krydd, Músik og sport, Gróðrarstöðinni Þöll, Snjóís, Fjallakofanum og Gormur.is Þá styrktu Landsnet, HS-veitur og H-berg leikinn.
Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2023
- Ásta Eyjólfsdóttir (62), Bjarmahlíð 4
- Þóroddur S. Skaptason (70), Miðvangi 3
- Brynja Sif Gunnarsdóttir (7), Erluási 18
Göngugarpur Ratleiks Hafnarfjarðar 2023
- Þór Sigurðsson, Miðbraut 2, Seltjarnarnesi
- Birkir Ingi Jónsson (15), Vesturvangi 42
- Guðný Steina Erlendsdóttir (65), Hjallabraut 4
Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar 2023
- Ísak Móri Helgason (10), Gnitakór 6, Kópavogi
- Elín Margrét Guðmundsdóttir (54), Akralandi 2, Selfossi
- Jóhanna Gyða Stefánsdóttir (59), Glitvöllum 44
Eftirtaldir fengu útdráttarverðlaun
- Sigrún Jóna G. Eydal – 10 þús. kr. gjafabréf frá Altis
- Birna Grétarsdóttir – 7 þús. kr. gjafabréf frá Ban Kúnn
- Hlini Friðjónsson – 7 þús. kr. gjafabréf frá Ban Kúnn
- Stefanía Sæmundsdóttir – Fjölskyldutilboð frá Burger-inn
- Emilía Mist Guðmundsdóttir – Fjölskyldutilboð frá Burger-inn
- Jónína Jóhannsdóttir – Smartwool göngusokkar frá Fjallakofanum
- Þorvaldur Finnbjörnsdóttir – Smartwool göngusokkar frá Fjallakofanum
- Guðbjörg Vala Sigurbjörnsdóttir – 10 þús. kr. gjafapoki frá Gormur.is
- Úlla Schörring – 10 þús kr. gjafabréf frá gróðrarstöðinni Þöll
- Sigurður Marel Magnússon – 7 þús. kr. gjafabréf frá Krydd veitingahúsi
- Auður Ásta Andrésdóttir – 7 þús. kr. gjafabréf frá Krydd veitingahúsi
- Tómas Hnát Jansson – Göngustafir frá Músik & sport
- Friðjón Már Guðjónsson – Göngustafir frá Músik & sport
- Ing Þóra Ásdísardóttir – 4 þús. kr. gjafabréf frá Píluklúbbnum
- Jónas Kamil Schiffel – 4 þús. kr. gjafabréf frá Píluklúbbnum
- Örvar Jóhannsson – 4 þús. kr. gjafabréf frá Píluklúbbnum
- Hugrún Valdimarsdóttir – 4 þús. kr. gjafabréf frá Píluklúbbnum
- Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir – 4 þús. kr. gjafabréf frá Píluklúbbnum
- Hjálmar Örn Guðmarsson – 5 þús. kr. gjafabréf frá Rif restaurant
- Steinunn Elísa Hauf Eydal – 5 þús. kr. gjafabréf frá Rif restaurant
- Lilja Sólrún Guðmundsdóttir – Forréttagjafabréf frá Rif restaurant
- Finnbjörn Þorvaldsson – Forréttagjafabréf frá Rif restaurant
- Einar Ólafsson – Forréttagjafabréf frá Rif restaurant
- Ute Schiffel – Forréttagjafabréf frá Rif restaurant
- Berglind Hulda Jónsdóttir – 1.500 kr. gjafabréf frá Snjóís
- Fanney Sigurðardóttir – 1.500 kr. gjafabréf frá Snjóís
- Valgerður Hróðmarsdóttir – 1.500 kr. gjafabréf frá Snjóís
- Aðalsteinn Arnarson – 1.500 kr. gjafabréf frá Snjóís
- Egill Guðmundsson – 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar
- Silja Katrín Hallgrímsdóttir – 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar
- Karl Halldórsson – 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar
- Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir – 10 þús. kr. gjafabréf frá Tilverunni
Sjá má nánar um Ratleik Hafnarfjarðar á ratleikur.fjardarfrettir.is og á Facebook
Nokkrar myndir úr leiknum m.a. frá þátttakendum