Framboðslisti M- lista, Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði, var samþykktur einróma á félagsfundi flokksins sl. föstudag.
Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi leiðir listann, Arnhildur Ásdís Kolbeins fjármálastjóri er í öðru sæti og Sævar Gíslason véliðnfræðingur er í því þriðja.
Listann skipa einstaklingar með fjölbreytta reynslu víðsvegar að úr atvinnulífinu og á ýmsum aldri. Elsti frambjóðandinn er 91 árs og sá yngsti 22ja ára.
Frambjóðendur Miðflokksins og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði 2022
- Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi,
- Arnhildur Ásdís Kolbeins, fjármálastjóri,
- Sævar Gíslason, véliðnfræðingur,
- Björn Páll Fálki Valsson, framleiðslustjóri,
- Gísli Sveinbergsson, málarameistari,
- Ástbjört Viðja Harðardóttir, blaðamaður,
- Tanya Aleksandersdóttir, kennari,
- Magnús Pálsson Sigurðsson, málarameistari,
- Eyrún Sigurðardóttir, heimavinnandi,
- Margrét G. Karlsdóttir, f.v. bankastarfsmaður,
- Hilmar Heiðar Eiríksson, framleiðslustjóri,
- Rúnar Þór Clausen, bifvélavirki,
- Davíð Hinrik Gígja, sjómaður,
- Hildur Jóhannesdóttir sundlaugarstarfsmaður,
- Kolbeinn Helgi Kristjánsson, fangavörður,
- Bjarni Bergþór Eiríksson, sjómaður,
- Herdís J. Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
- Kristófer Guðni Kolbeins, tölvunarfræðingur,
- Ragnar J. Jóhannesson, fv. slökkviliðsstjóri
- Hólmfríður Þórisdóttir, íslenskufræðingur,
- Indriði Kristinsson, stýrimaður,
- Benedikt Elínbergsson, bifreiðastjóri