fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMikill sinueldur á Grísanesi

Mikill sinueldur á Grísanesi

Slökkvilið berst nú við mikinn sinueld á Grísanesi og leggur mikinn reyk yfir hluta Valla. Á svæðinu er mikil lúpína sem logar glatt í og sterkur vindur magnar upp eldinn sem er ofarlega á nesinu ofan Ásvallalaugar.

Bílar komust ekki nálægt eldinum.

Tveir slökkvibílar, tankbíll og sjúkrabíll eru við nesið en erfitt er að komast að þurfti slökkvilið að fara eftir gönguslóðum á bílunum. Erfitt er hins vegar að koma vatni að eldinum og er notast við þar til  gerðar málmklöppur til að slökkva eldinn.

Mikinn reyk lagði yfir Vellina

Fólk er hvatt til að loka gluggum á Völlum og kynda vel til að halda uppi yfirþrýstingi í íbúðum.

Ljósmynd: Gunnar Geir Halldórsson
Ljósmynd: Gísli Ágúst Guðmundsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2