fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMikill stuðningur Lionsklúbba við Mæðrastyrksnefnd

Mikill stuðningur Lionsklúbba við Mæðrastyrksnefnd

Í dag tók Ásta Eyjólfsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar, við höfðinglegum framlögum til nefndarinnar.

Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar mættu í Hellisgerði og færði Mæðrastyrksnefnd inneignarkort hjá Fjarðarkaupum og er þetta í annað sinn nú fyrir jólin sem klúbburinn styrkir nefndina en klúbburinn hefur nú í samstarfi við Fjarðarkaup styrkt nefndina um 1,8 milljónir kr.

Úlfur Atlason, formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar afhenti Ástu Eyjólfsdóttir styrkinn í dag.

Kaldárkonur styrktu

Félagskonur í Lionsklúbbnum Kaldá mættu einnig í Hellisgerði og færðu Mæðrastyrksnefnd einnig inneignarkort í Fjarðarkaupum og sagði Ásta Eyjólfsdóttir þetta gríðarlega mikilvæga styrki sem Lionsklúbbarnir veittu enda veitti ekki af. Sagði hún að nefndin hafi fyrir síðustu jól veitt 280 styrki til þeirra sem áttu um sárt að binda í Hafnarfirði.

Ólöf Helga Júlíusdóttir, formaður verkefnanefndar, afhenti Ástu Eyjólfsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar styrkinn.

Formaður Kaldár er Jóhanna Valdimarsdóttir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2