fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirMikill viðbúnaður er hjól og bíll skullu saman

Mikill viðbúnaður er hjól og bíll skullu saman

Ungur drengur meiddist lítillega

Um kvöldmatarleytið í dag skullu saman reiðhjól og bifreið á gatnamótum Fagrabergs og Hamrabergs. Á hjólinu var ungur drengur sem kom niður Fagraberg og fékk hann nokkrar skrámur og hjólið og bíllinn skemmdust við áreksturinn. Var farið með drenginn á slysavarðsstofu til skoðunar.

Hjólið skemmdist nokkuð

Mikill viðbúnaður var og komu sjúkrabílar og lögregla en sem betur fór voru meiðsli minniháttar en illa hefði getað farið.

30 km hámarkshraði er á báðum götunum en viðmælendur á staðnum töldu ekki að akstur yfir hámarkshraða væri orsökin í þetta sinn. Hins vegar vildu þau benda á að akstur niður Fagrabergið, sem er þröng gata, væri oft allt of hraður og mikilvægt að setja einhverjar hraðhindranir í götuna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2