fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMiklar breytingar hjá Samfylkingu - Adda María hættir

Miklar breytingar hjá Samfylkingu – Adda María hættir

Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum en Friðþjófur Helgi Karlsson, hinn fulltrúi Samfylkingarinnar, hætti í bæjarstjórninni um áramótin er hann flutti úr bænum.

Er því ljóst að algjör endurnýjun verður í forystuliði Samfylkingarinnar í komandi kosningum.

Í pistli sem hún ritar á Facebook segir hún: „Um þessar mundir eru átta ár síðan ég tók ákvörðun um að gefa kost á mér til starfa fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði á vettvangi sveitarstjórnarmála. Þessi átta ár hafa verið lærdómsríkur tími sem ég er óendanlega þakklát fyrir. Á þessum árum hef ég kynnst og starfað með frábæru fólki innan Samfylkingarinnar sem deilir hugsjónum um að vinna að betra samfélagi. Ég hef fengið tækifæri til að koma að stefnumótun fyrir okkar góða sveitarfélag og á þeim vettvangi kynnst öflugum hópi starfsfólks sem og góðum félögum úr öðrum stjórnmálaflokkum.
Nú mun ég hins vegar draga mig í hlé og hef tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi starfa í komandi sveitarstjórnarkosningum.“

Segir hún þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að taka enda hafi hún notið þess að starfa á þessum vettvangi og reynt að leggja sitt af mörkum til að vinna að betri bæ.

„Ég tel hins vegar að hún sé rétt fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég veit líka að við í Samfylkingunni erum rík af öflugu fólki sem er tilbúið að taka við keflinu og halda áfram baráttunni í nafni jafnaðarstefnunnar,“ segir Adda María.

Þakkar hún einlæglega það traust sem henni hafi verið sýnt, en ekki síður reynsluna og vináttuna sem hún hafi öðlast í gegnum störf sín fyrir Samfylkinguna og sveitarfélagið.

Hver taka við?

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar bauð Samfylkingin fram mjög endurnýjaðan lista og ljóst að svo verður aftur nú.

Adda María Jóhannsdóttir hætti í vor og Friðþjófur Helgi Karlsson er hættur.

Efsta fólk á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar voru:

1. Adda María Jóhannsdóttir – Hættir
2. Friðþjófur Helgi Karlsson – Hættur
3. Sigrún Sverrisdóttir – varabæjarfulltrúi sem tekur nú sæti
4. Stefán Már Gunnlaugsson – varabæjarfulltrúi
5. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari
6. Sigríður Ólafsdóttir, leikskólastjóri

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2