Miklar umferðartafir voru á Reykjanesbraut um miðjan dag í dag vegna lögregluaðgerða í kjölfar þess að einstaklingur hafði klifrað upp á handrið á göngubrúnni gegnt Ásvallalaug.
Var allri umferð vísað í gegnum Vellina og langar bílaraðir voru alveg að Lækjargötu þegar mest var.

Málið virðist hafa leyst farsællega því umferð er nú eðlileg á brautinni.

Ekki náðist í fulltrúa lögreglu við vinnslu fréttarinnar.