fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMjög jákvæðar niðurstöður úr þjónustukönnunar

Mjög jákvæðar niðurstöður úr þjónustukönnunar

Verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði hefur verið starfrækt frá byrjun árs 2018. Er verkefnið samvinnuverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Janusar heilsueflingar. Í nýlegri þjónustukönnun sem lögð var fyrir þátttakendur, kemur fram að 99% þátttakenda segja að þjónusta sem veitt sé í verkefninu sé góð eða mjög góð. Þar kemur einnig fram að 91% svarenda segjast hafa fundið fyrir jákvæðum breytingum á líkamlegri líðan eftir þátttöku í verkefninu.

Lagður var spurningalisti fyrir alla þátttakendur í öllum sveitarfélögum þar sem verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum hefur verið innleitt.

Segir Janus Guðlaugsson niðurstöðuna úr könnuninni áhugaverða í ljósi þess að hér sé verið að vinna með eldri aldurshópa og ekki sjálfgefið að jákvæðar niðurstöður líti dagsins ljós í svo miklum mæli sem raun ber vitni, og það þrátt fyrir hækkandi aldur.

  • Alls 85% þátttakenda segja að þjónustan sem veitt sé í verkefninu; Fjölþætt heilsuefling 65+ á vegum Hafnarfjaðarbæjar í samvinnu við Janus heilsueflingu sé mjög góð, 14% segja að hún sé góð og aðeins 1% segir að hún sé hvorki góð né slæm.
  • Þegar spurt er um hvort þátttakendur finni fyrir jákvæðum breytingum á andlegri og félagslegri líðan segja 19% að hún sé mjög jákvæð, 57% segja að hún sé jákvæð og 24% að hún sé svipuð. Enginn þátttakandi nefnir neikvæðar eða mjög neikvæðar breytingar.
  • Þegar spurt er um hvort þátttakendur finni fyrir jákvæðum breytingum á líkamlegri líðan sinni eftir að þeir hófu þátttöku svara 91% því að þeir finni fyrir jákvæðum (62%) eða mjög jákvæðum breytingum (29%). Aðeins 9% telja að líkamleg líðan sé svipuð og hún var þegar verkefnið hófst.
  • Að lokum eru þátttakendur beðnir um að gefa starfsmönnum Janusar heilsueflingar sem sjá um starfsemina í Hafnarfirði einkunn á bilinu 0 til 100. Starfsmennirnir fá einkunnina 95 sem verður að teljast mjög góður eða einstakur árangur.

Verkefnastjóri og aðal heilsuþjálfari verkefnisins í Hafnarfirði er Þóroddur Einar Þórðarson, MSc íþrótta- og heilsufræðingur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2