fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimFréttirMjög lág vatnsstaða í Hvaleyrarvatni og Kaldáin horfin

Mjög lág vatnsstaða í Hvaleyrarvatni og Kaldáin horfin

Reglulega sveiflast til grunnvatnsstaðan og það hækkar og lækkar í Hvaleyrarvatni. Örfá ár eru síðan mjög há vatnsstaða var í Hvaleyrarvatni svo stígar hurfu undir vatn er nú er vatnsstaðan óvenju lág.

Lá grunnvatnsstaða hefur líka áhrif í vatnsbóli Hafnfirðinga í Kaldárbotnum ofan Kaldársels og þar sést að Kaldáin er núna þornuð upp.

Grænavatn væri réttnefni á vatninu um þessar mundir.

Mjög skiptar skoðanir hafa verið á ástæðum mishárrar vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni en fylgni virðist vera með litlu rennsli í Kaldánni og lágri vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni.

Íbúar hafa krafist þess að vatni verði veitt í Hvaleyrarvatn en því þarf þá að dæla úr vatnsbólinu í Kaldárbotnum þar sem vatnsstaða er nú þegar lág. Í venjulegu árferði hefur ekki þurft að dæla þar upp vatni, heldur hefur það verið sjálfrennandi að mestu.

Vesturhluti Hvaleyrarvatns 2017 þegar mjög há vatnsstaða var.
Vesturendi Hvaleyrarvatns núna.

Lítill sem enginn snjór í vetur hefur áhrif á grunnvatnsstöðuna en sú skoðun hefur einnig komið fram að dæling Reykvíkinga og Kópavogsbúa í Vatnsendakrikum hafi áhrif á grunnvatnsstöðuna enda er verið að taka neysluvatn höfuðborgarsvæðisins úr sama forðabúri.

Hafnarfjarðarbær kærði fyrir nokkrum árum aukna dælingu Reykvíkinga og vildu að dælingin færi í umhverfismat en við því var ekki orðið. Nú hefur Hafnarfjarðarbær fengið verkfræðistofuna Vatnaskil til að meta áhrif uppdælingu á grunnvatnsstöðuna.

Misjöfn viðbrögð við listaverki

Sagt var frá því hér í vor að dæla ætti vatni í Hvaleyrarvatn og framkvæmdir voru hafnar. Þá kom ekki fram að verið væri að tengja lögn að nýju listaverki, Óskastund, sem myndlistarmaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson fékk styrk frá Hafnarfirði til að gera.

Listaverkið Óskastund sem á að búa til regnboga með sólinni.

Er þetta há stöng þar sem fjórum vatnsbunum er sprautað út til hliðar og er þannig ætlunin að þar myndaðist regnbogi þegar sólin skín.

Sólin hefur verið heldur sparsöm á að láta sjá sig og fram hafa komið skoðanir þar sem fólk segir listaverkið hreina móðgun við unnendur vatnsins, nær væri að dæla almennilega í það. Aðrir eru ánægðir.

Fullyrt er að vatnsrennslið sé það sama nú og var þegar dælt var í vatnið fyrir all mörgum árum, en núverandi vatnsrennsli hefur a.m.k. engin áhrif á vatnsstöðuna.

Vill fólk frekar að peningum sé eitt í að gera aðstöðuna við vatnið snyrtilegri.

Langt er í vatn í Sandvíkinni núna

Mismunandi áhrif grunnvatnsstöðunnar

Lág grunnvatnsstaða virðist lítil áhrif hins vegar hafa á Ástjörnina og þar flæðir árlega milli vatnsins og byggðarinnar á Völlum. Þar er nú verið að hækka landið svo hægt sé að gera fótboltavelli og fullyrt að það hafi engin áhrif á vatnsbúskap Ástjarnar sem er friðaður.

Hvaleyrarvatn á góðum degi 2019

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2