fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimFréttirMjög þrengt að fornminjum við Tinhellu þrátt fyrir ákvæði um friðhelgað svæði

Mjög þrengt að fornminjum við Tinhellu þrátt fyrir ákvæði um friðhelgað svæði

Er yfirvöldum illa við fornminjar?

Gullhella 2, sem er 29.678 m² lóð þar sem m.a. starfsemi Stólpa-Gáma verður á lóð í eigu Máttarstólpa ehf. Þar eru fornminjar, merktar á korti og sagt vera fjárskýli en staðurinn var kynntur bæjarbúum í Ratleik Hafnar­­fjarðar 2021. Þá var vakin athygli á því að ekkert var fjallað um fornmingjarnar í deiliskipulag og bent var á að verulega hætta væri á ferðum að minjunum yrði raskað.

Fornminjarnar voru hluti af Ratleik Hafnarfjarðar 2021, en aðrar fornminjar sem voru í leiknum voru eyðilagðar vegna handvammar starfsfólks Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur segir þetta ekki vera fjárskýli heldur hlaðið skjól fyrir refaskyttu. „En hún verður ekki ómerkilegri fyrir það,“ segir Ómar sem vekur athygli á að á vef Byggða­safns Hafnarfjarðar segir: „Hlutverk safnsins er að safna og skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi.“

Staðurinn áður en fyllt var að fornminjunum.

Friðhelgað svæði umhverfis fornminjar skal vera 15 metrar

Skv. 22. gr. laga um menningarminjar skal friðhelgað svæði umhverfis fornleifar sem ekki eru friðlýstar njóta friðunar og vera 15 metrar nema annað sé ákveðið.

Hringjurinn er í ca 15 m fjarlægð frá fornminjunum en nú er búið að moka alveg upp að þeim.

Nú er búið að slétta yfir allt hraun á lóðinni og aðeins stendur eftir kletturinn sem skjólið er á og landi hefur verið raskað alveg upp að minjunum sem er gróft brot á lögunum. Þá segir einnig að Minjastofnun Íslands skuli sjá til þess að friðlýstar fornleifar eða minjastaðir séu auðkennd með sérstökum merkjum.

Um 15 m er að fornminjunum sem hefði átt að vera óraskað svæði.

Aðeins örfáar fornminjar í Hafnarfirði eru auðkenndar með merkjum.

Í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta segir Björn Pétursson, bæjarminja­vörður, að minjarnar sjálfar verði varð­veittar en sótt hafi verið um leyfi til Minjastofnunar til að minnka helg­unarsvæðið. „Minjarnar verða varðar og á þeim vakin athygli þarna á lóðinni,“ segir Björn en óskað hefur verið eftir afriti að samskiptum við Minjastofnun og rökstuðningi fyrir þessari minnkun á helgunarsvæðinu.

Engin viðbrögð hafa verið við þeirri ósk ennþá

Mynd frá 2021

Skráð í fornminjaskrá

Í Leynidölum, austan Reykjanesbrautar, er skv. „Fornleifaskráningu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar og breyttrar landnotkunar“, gerð fyrir Byggðasafn Hafnarfjarðar 2020, er skráð fjárskýli; hleðsla, vel greinanleg, aldur 1550-1900, engin hætta á raski. Jafnframt segir: „Efst á hraunhól um 25m sunnan við Tinhellu og 147 m norðan við Gullhellu, götur í iðnaðarhverfi í vesturjaðri Hafnarfjarðar. Hóllinn og fjárskýlið eru mosavaxin og birkikjarr í kring. Lýsing: Fjárskýli, úr hraungrýti. Enginn sjáanlegur inngangur, aðeins hrunið. Veggjahæð er frá 0,2 – 1,6 m og veggjabreidd um 0,4 m.“

„Nú er svo komið, árið 2024, að fornleifinni stafar veruleg hætta af framkvæmdum, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fróðlegt væri að vita til hverra ráðstafana verið gripið til að koma í veg fyrir að hún fari forgörðum, líkt og svo margar aðrar innan bæjarmarka bæjarins?,“ spyr Ómar Smári Ármannsson.

Sjá meira um Leynidali og umhverfi þeirra á ferlir.is

Verndun ekki sinnt sem skyldi

Stutt er síðan fornminjum var eytt í Dalnum inn af Skarðshlíðinni en sá staður var einnig í Ratleik Hafnarfjarðar 2021. Var minjaverði þá bent á að staðinn væri ekki að finna á minjakorti en úr því var ekki bætt og jarðýta fór yfir fornminjarnar enda hafði fólkið skoðað minjakort þar sem engar fornminjar voru merktar á. Þetta var Hellishraunsskjól í eldra Hellnahrauni, nokkuð stórt og merkilegt skjól en hafði verið fallið að hluta.

Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2