Aðeins eitt tilboð var undir kostnaðaráætlun þegar opnuð voru tilboð í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang. Það kom frá Munck Íslandi ehf. sem er dótturfyrirtæki danska fyrirtækisins Munck Gruppen a/s sem keypti í desember 2016 LNS Saga sem var þá 3 ára gamalt fyrirtæki.
Hjúkrunarheimilið við Sólvang er 3ja hæða byggingu ásamt kjallara undir hluta hússins auk tengiganga sem tengja nýbyggingu við eldra húsnæði Sólvangs. Stærð hússins er um 3.900 m². Verkefnið innifelur uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágangi að utan sem innan svo og lóðarframkvæmd. Verklok eru áætluð 31. ágúst 2018.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi | Upphæð | % af kostnaðaráætlun |
---|---|---|
Munck Íslandi ehf. | 1.460.336.306,- | 96,3% |
Eykt ehf. | 1.599.306.322,- | 105,5% |
Jáverk ehf. | 1.658.655.430,- | 109,4% |
Ístak ehf. | 1.687.275.324,- | 111,3% |
Kostnaðarátætlun | 1.515.686.540,- |
Verkefnastjórn um byggingu hjúkrunarheimilisins fundar fimmtudaginn 6. apríl og mun þá taka afstöðu til tilboðanna.