fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMyndasyrpa frá þjóðhátíðardeginum - Bæjarbúar skemmtu sér sjálfir

Myndasyrpa frá þjóðhátíðardeginum – Bæjarbúar skemmtu sér sjálfir

Þjóðhátíðarhöldin í Hafnarfirði voru ekkert lík því sem bæjarbúar hafa átt að venjast. Jafnvel veðrið var betra en venjulega!

Skátar drógu fána að hún víða um bæinn að venju en engin formleg skipulögð hátíðarhöld voru í bænum en þó var ýmislegt um að vera. Söfnin voru opin og sundlaugarnar. Nýr ærslabelgur á Ólarunstúni var vel nýttur og fjölmargir lögðu leið sína á Víðistaðatún og að Hvaleyrarvatni.

Það má segja að bæjarbúar hafi sjálfir séð um að skemmta sér í stað þess að standa og horfa á eitthvað sem gerist á sviðinu á Thorsplani og virtust bæjarbúar nýta daginn vel. Prúðbúið fólk í þjóðbúningum var á vappi í miðbænum, bókakynning var í einkagarði og Hellisgerði var ágætlega nýtt.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék á nokkrum stöðum, Karlakórinn Þrestir söng í Hellisgerði, Diskótekið Dísa var á Víðistaðatúni og tónlist hljómaði frá stórum flutningabíl sem ók um bæinn.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta var á ferðinni með myndavélina og hér að neðan má sjá sýnishorn af þeim myndum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2