Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr Keili var í dag útnefnd íþróttakona Hafnarfjarðar ársins 2020.
Hún er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún er með fullan þátttökurétt á árinu og einnig á næsta ári
„Þetta er mér mjög mikill heiður eftir krefjandi ár,“ segir Guðrún Brá í stuttu samtali við Fjarðarfréttir og aðspurð hvort hún hafi búist við þessu segir hún bæði já og nei enda mikil keppnismanneskja en hún ítrekar að þetta sé svakalegur heiður.
„Árið mitt byrjaði rosalega vel þar sem ég náði aðalmarkmiðum mínum í byrjun, náði fullu korti á Evrópumótaröðina og var mjög spennt fyrir árinu – en svo breyttist allt,“ segir Guðrún Brá aðspurð hvað hafi staðið upp úr á árinu. „Svo eftir Covid þá stendur upp úr að ég vann Íslandsmeistarann, þriðja árið í röð.“
Þegar Guðrún Brá var spurð hvort hún ætti sér einhverja fyrirmynd í golfinu svaraði hún því til að þar mætti nefna Anniku Sörenstam. „Hún er búin að vera fremsti kvenkylfingurinn síðan maður man eftir sér og alltaf fylgst með.“
Segir Guðrún Brá árið framundan spennandi og vonandi fáum við að keppa sem mest á nýju ári.
Óskum við Guðrúnu Brá til hamingju með þennan verðskuldaða titil.