Stúlkan sem fannst látin sl. sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var fædd 2014. Hún var búsett í Reykjavík.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Lögreglan hefur í haldi föður stúlkunnar sem talinn er hafa orðið henni að bana. Hann kallaði sjálfur til lögreglu þar sem hann var við Hraunhól við Krýsuvíkurveg í landi Grindavíkur, skammt norðan Vatnsskarðs og vísaði í þá átt sem lík stúlkunnar var.
Móðurafi stúlkunnar var Hafnfirðingur, Ingi Viðar Ásgeirsson, fæddur 1957 og lést af slysförum á sjó 1984.