fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirNágrannar kæra nýsamþykktar teikningar að húsum á Dvergsreitnum

Nágrannar kæra nýsamþykktar teikningar að húsum á Dvergsreitnum

Íbúar nærliggjandi húsa við Lækjargötu og Brekkugötu hafa lagt inn kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna byggingarleyfis á Dvergsreit, Lækjargötu 2. Að sögn fulltrúa kærenda hafa allir eigendur sem náðist í skrifað undir kæruna og enginn andmælti, sem hann segir sýna samstöðu bæjarbúa.

Dvergslóðin áður en hús Dvergs var rifið.

Mótmæla hæð og byggingarmagni

Í tilkynningu frá kærendum segir að tilgangur kærunnar er fyrst og fremst til að gefa bæjaryfirvöldum, bæjarfulltrúum allra flokkka, sem hafa umboð sitt frá kjósendum, tækifæri til að endurskoða sinn hug varðandi byggingarmagn og hæð bygginga sem mótmælt var harðlega. Segja þeir að öllum breytingartillögum við deiliskipulag í hinu formlega ferli hafi verið hafnað af bæjaryfirvöldum á sínum tíma.

Ásýnd að húsunum úr vestri. Ekki endanlegt útlit. – Mynd: Krads arkitektar.

„Það er enn hægt að vinda ofan af þessum gjörningi. Ítrekað hefur verið óskað eftir betri skýringum þar sem notast væri við betri teikningar, líkön, sýndarveruleika og svo framvegis til að sýna raunveruleg áhrif á miðbæinn okkar. Þá kæmi fram sjónarhorn hins gangandi bæjarbúa um hinn einstaka miðbæ og umhverfi sem á sér enga hliðstæðu. Undanfarið höfum við getað notið Hamarsins í allri sinni dýrð. Með lækkun bygginga og minnkaðs byggingarmagns gæti það orðið um komandi framtíð og öllum til sóma. Skorum á bæjaryfirvöld að taka þetta upp á borgarafundi til endurskoðunar,“ segir í tilkynningunni.

Lóðin Lækjargata 2.

Kæran var móttekin á skrifstofu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þann 4. júní hefur fengið málsnúmerið  77/2021.

Eftir að kæra berst úrskurðarnefndinni tilkynnir hún stjórnvaldi, því sem tók hina kærðu ákvörðun, um kæruna og veitir því allt að 30 daga frest til að skila gögnum og umsögn um málið. Þá er öðrum aðilum eftir atvikum veittur kostur á að koma að athugasemdum. Skal nefndin kveða upp úrskurð eins fljótt og kostur er og innan þriggja til sex mánaða, eftir umfangi máls, frá því að málsgögn berast frá viðkomandi stjórnvaldi, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011.

Teikningar að húsum á Dvergsreitnum samþykktar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2