fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirNettó styrkir Handknattleiksdeild Hauka

Nettó styrkir Handknattleiksdeild Hauka

Nettó hefur gert samstarfssamning við Handknattleiksdeild Hauka.

Með undirritun samningsins mun Nettó styðja við það öfluga starf sem handknattleiksdeildin heldur úti. Nettó hefur undanfarin ár lagt ríka áherslu á styrkveitingar sem styðja við og hvetja börn og unglinga til íþróttaiðkunar. Meðal þess sem samningurinn kveður á um er Nettó-mót hjá yngri flokkunum, sem hafa slegið rækilega í gegn um allt land eins og segir í fréttatilkynningu frá Samkaupum sem reka Nettó verslanirnar

„Við hjá Haukum viljum bjóða Nettó velkomna í hverfið næsta haust. Samkaup hafa sýnt mikla samfélagslega ábyrgð og verið í góðu samstarfi við íþróttafélögin í kringum verslanir sínar. Við hlökkum til samstarfsins við Samkaup og vonumst eftir að það verði árangursríkt,” segir Aron Kristjánsson, framkvæmdastjóri íþrótta-og markaðsmála handknattleiksdeildarinnar.

„Við erum ákaflega ánægð með undirritun þessa samnings. Haukar eru virkilega flott félag sem stendur sig vel þegar kemur að barna- og unglingastarfi og við finnum að það er mikill hugur í því öfluga fólki sem að baki starfinu stendur. Við erum öll virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlökkum til leggja Haukum lið,” segir segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt að Nettó hafi um árabil verið leiðandi í samfélagslegri ábyrgð og stutt vel við margþætt íþrótta og æskulýðsstarf á landsvísu. Samkaup reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og því er lögð áhersla á að koma til móts við nærsamfélagið á hverjum stað með fjölbreyttum hætti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2