fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirNeyðarsöfnun vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi

Neyðarsöfnun vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið neyðarsöfnun vegna mannskæðs jarðskjálfta sem varð á landamærum Tyrklands og Sýrlands aðfaranótt mánudags. Þegar er ljóst að yfir 5 þúsund hafa farist og tugþúsundir eiga um sárt að binda. Hamfarirnar eru af þeirri stærðargráðu að alþjóðleg neyðaraðstoð er aðkallandi. Tugir ríkja hafa þegar boðið fram aðstoð sína og hjálpargögn eru tekin að berast til hamfarasvæðanna.

Til að bæta gráu ofan á svart ríkir vetur á hamfarasvæðunum. Neyðin er því mikil og þörfin fyrir aðstoð afar aðkallandi frá öllum sem hana geta veitt.

Borgarastríðið í Sýrlandi, sem hefur staðið í tólf ár, gerir landið sérstaklega viðkvæmt fyrir áföllum. Vegna stríðsins er talið að um tólf milljónir manna séu í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. Yfir sex milljónir manna eru á vergangi innan landamæra Sýrlands og lítið færri eru sýrlenskir flóttamenn í nágrannaríkjum; Líbanon, Jórdaníu og á hamfarasvæðunum við landamærin í Tyrklandi.

Hjálparstarf kirkjunnar mun leggja til að lágmarki ellefu milljónir króna sem systurstofnanir Hjálparstarfsins innan Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna – ACT Alliance – munu ráðstafa þar sem neyðin er sárust.

Hægt er að leggja starfinu lið með eftirfarandi hætti:

  • Gefa stakt framlag á vefsíðunni: www.styrkja.is
  • Leggja inn á söfnunarreikning númer 0334-26-886; kennitala: 450670-0499
  • Gefa stakt framlag á vefsíðu: www.hjalparstarfkirkjunnar.is
  • Hringja í söfnunarsímann 907 2003 (2þ500 krónur)
  • Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2