fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirNota Kjóadalinn sem losunarstað fyrir hrossaskít

Nota Kjóadalinn sem losunarstað fyrir hrossaskít

Á undanförnum árum hefur miklu magni af hrossaskít verið sturtað í Kjóadal en þar hafa Íshestar leyfi til að nýta dalinn sem beitarhólf fyrir hesta.

Fyrir nokkrum árum var t.d. gífurlegu magni af hrossaskít ekið á stórum vörubílum í dalinn og var hlaðið upp í um metra hæð meðfram veginum norðan við dalinn.

A.m.k. í fyrri samningum um leigu á dalnum sem beitarhólf fyrir hross var ákvæði að aðeins mætti losa hrossaskít á ákveðinn stað austast í dalnum þar sem ekið er niður í hann, og aðeins því magni sem notað væri hverju sinni til áburðar á túnin í dalnum.

Ljóst er að miklu meira magni hefur losað í dalinn og virðist eftirlit með þessari losun vera engin.

Nú hefur enn verið losað mörgum vörubílshlössum af hrossaskít í dalinn þó á nokkrum stöðum megi enn sjá álíkar hrúgur frá því fyrir ári síðan.

Málið er komið til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar,
Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Er Kjóadalur áfram notaður sem urðunarstaður fyrir hrossaskít?

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2