fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
target="_blank"
HeimFréttirNú má aftur aka á 15 km/klst. á vistgötum

Nú má aftur aka á 15 km/klst. á vistgötum

Þegar ný umferðarlög voru sett árið 2019 var hámarkshraða á vistgötum breytt úr 15 km/klst. í 10 km/klst.

Enginn vildi kannast við að hafa lagt til þessar breytingar og ökumenn áttu í erfiðleikum að halda ökutækjum sínum á svona litlum hraða. Reiðhjól og hvað þá ýmsar raf- og mótorskutlur brunuðu fram úr bílunum sem fórum um göturnar á löglegum hraða.

Að tillögu Samgöngustofu hefur hámarkshraðanum aftur verið breytt í 15 km/klst. og tóku lög nr. 39/2021 um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019 gildi 11. maí 2021.

Tvær vistgötur eru í Hafnarfirði, Strandgatan frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi, þó skilti vanti eftir Linnetsstíg sem gildi frá Linnetsstíg að Reykjavíkurvegi og Fjarðargata frá Lækjargötu að Linnetsstíg, sá hluti sem liggur framhjá Firði.

Hér ætti líka að vera vistgötuskilti.

Báðar þessar götur mætti þó skilgreina sem aðalbrautir þar sem biðskylda er alls staðar að þeim.

Nú er þá aftur komið að því hjá Hafnarfjarðarbæ að skipta um umferðarskiltin á þessum götum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2