fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirNý gangbraut við Norðurbakka og önnur fjarlægð

Ný gangbraut við Norðurbakka og önnur fjarlægð

Fjarðargata mjókkuð og gangbraut á nýjum stað

Framkvæmdum við lagfæringar á Fjarðargötu við Norðurbakkann er nú á lokametrunum.

Hefur akreinum til norðurs verið fækkað í eina og í hringtorginu sömuleiðis, en það var tvöfalt á stuttum kafla. Þá hefur ný gangbraut verið gerð á móts við gönguleiðina á Norðurbakkanum og gangbrautin sem var næst hringtorginu hefur verið fjarlægð og ummerki um hana fjarlægð.

Nýja gangbrautin á móts við Norðurbakka

Á þetta bæði að skapa aukið öryggi fyrir gangandi vegfarendur og bæta flæði af gönguleiðinni á Norður­bakk­anum við miðbæinn.

Þegar umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti í maí sl. tillögur Vegagerðarinn þá gerðu þær ráð fyrir að gangbrautin færðist styttra til suðurs. Síðari breytingu er ekki hægt að finna í fundargerðum bæjarins en úr varð að gangbrautin var sett á móts við sjálfan Norðurbakkann.

Samþykkt tillaga Vegagerðarinnar frá 5. maí 2021

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2