Ný glæsileg Krýsuvíkurkirkja er nú komin á grunn sinn á Krýsuvíkurtorfunni þar sem eins kirkja var upphaflega byggð þar 1957.
Var kirkjan hífð á sinn stað rétt yfir kl. 11 í morgun í blíðskaparveðri og gekk hífingin eins og í sögu.

Þegar kirkjan var komin á sinn stað ávarpaði Jónatan Garðarsson, formaður Vinafélags Krýsuvíkurkirkju viðstadda og sr. Gunnþór Ingason var með stutta helgistund.
Nánar verður sagt frá hífingunni og athöfninni á næstu dögum og myndasyrpa verður birt.
