fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirNý glæsileg Krýsuvíkurkirkja komin heim

Ný glæsileg Krýsuvíkurkirkja komin heim

Ný glæsileg Krýsuvíkurkirkja er nú komin á grunn sinn á Krýsuvíkurtorfunni þar sem eins kirkja var upphaflega byggð þar 1957.

Var kirkjan hífð á sinn stað rétt yfir kl. 11 í morgun í blíðskaparveðri og gekk hífingin eins og í sögu.

Stóran krana þurfti til að hífa kirkjuna sem er 6,8 tonn að þyngd.

Þegar kirkjan var komin á sinn stað ávarpaði Jónatan Garðarsson, formaður Vinafélags Krýsuvíkurkirkju viðstadda og sr. Gunnþór Ingason var með stutta helgistund.

Nánar verður sagt frá hífingunni og athöfninni á næstu dögum og myndasyrpa verður birt.

Ný Krýsuvíkurkirkja.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2