Nú á fyrstu dögum ársins 2024 sendi hafnfirska ljóðskáldið Draumey Aradóttir frá sér ljóðabókina Einurð, en síðasta ljóðabók hennar, Varurð, kom út fyrir rúmu ári síðan og hlaut afar góðar viðtökur að sögn höfundar.
Í Einurð er lesendum boðið í ljóðför um hugarheim barns, og síðar fullorðins einstaklings, sem talar til móður sína allt frá getnaði, eða frá því að eitt líf slokknar og annað kviknar; þar sem form og formleysi mætast. Þar sem hughrif, kenndir og geðhrif móta einstaklinginn á fyrsta og viðkvæmasta æviskeiði hans – í móðurlífinu.
Lokaljóð bókarinnar, Þannig hverfist ég, hlaut fyrstu verðlaun í árlegri ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíð sögu og bóka á mars á nýliðnu ári.
Einurð er sjöunda bók höfundar og útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur. Bókin er þegar komin í bókaverslanir en útgáfuhóf verður fimmtudaginn 11. janúar kl. 17 í Pennanum-Eymundsson við Skólavörðustíg. Þar munu mæðgurnar Draumey og Sunna Dís Másdóttir flytja saman ljóð úr bókinni.