fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirNý stofnun í stað Menntamálastofnunar tekur til starfa 1. apríl

Ný stofnun í stað Menntamálastofnunar tekur til starfa 1. apríl

Ný þjónustu- og þekkingarstofnun í þágu menntunar barna og ungmenna

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er ný þjónustu- og þekkingarstofnun sem starfar í þágu barna og ungmenna á sviði menntamála. Hún þjónustar leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt með áherslu á gæði menntunar og skólaþjónustu.

Í tilkynningu frá Mennta- barnamálaráðuneytinu segir að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu marki stórt skref við eflingu menntunar og innleiðingu menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. „Í víðtæku samráði um framtíðarskipan skólaþjónustu gegnir hún lykilhlutverki í stuðningi við skóla og framkvæmd fyrirhugaðrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu“.

„Ný Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er fagleg þekkingarmiðstöð og leiðtogi þegar kemur að gæðum menntunar og farsældar barna í skólum. Hún veitir stuðning við verkefni skóla sem krefjast sérhæfðrar þekkingar í stað þess að þau séu leyst í hverjum skóla fyrir sig. Í henni felast mikil sóknarfæri við að auka gæði menntunar, samræma og deila þekkingunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Miðstöðin hefur störf 1. apríl 2024 og kemur í stað Menntamálastofnunar sem verður lögð niður. Frumvarp til laga um Miðstöðina var lagt fyrir Alþingi á haustþingi og samþykkt á föstudag. Ný störf hjá nýrri stofnun verða auglýst á næstunni.

Verkefni nýrrar stofnunar eru m.a. að:

  • styðja, efla og samhæfa menntun, skólaþjónustu og annað skólastarf um land allt,
  • sjá nemendum fyrir vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum,
  • byggja upp og halda utan um aðferðir og úrræði fyrir skóla sem styðja við skólastarf, þar á meðal gæðaviðmið, verkferla, verkfæri og matstæki til greiningar námsárangurs,
  • styðja við innleiðingu stefnumótunar stjórnvalda á sviði menntunar og farsældar barna og ungmenna, þ.m.t. menntastefnu og aðalnámskráa.

Samhliða nýrri þjónustustofnun styrkist geta mennta- og barnamálaráðuneytisins til að afla, greina og birta upplýsingar um menntamál. Lagasetningin er liður í að efla greiningarhæfni stjórnvalda á sviði farsældar barna í heild sinni. Þá verður eftirlit og ytra mat sameinað í mennta- og barnamálaráðuneytinu, í það minnsta fyrst um sinn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2