Þórunn Þórðardóttir HF 300 sigldi í fyrsta sinn í heimahöfn í Hafnarfirði í morgun um kl. 7.
Skipið er hafrannsóknarskip og kemur í stað Bjarna Sæmundssonar HF 30 eftir ríflega 54 ára dygga þjónustu, en það skip hefur þegar verið selt til Noregs.

Nýja skipið nefnt í höfuðið á frumkvöðli rannsókna á frumframleiðni í hafinu og einum helsta svifþörungafræðingi landsins, Þórunni Þórðardóttur (1925 – 2007) en hún hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun, sem þá hét Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild. Þórunn vann mest allan sinn starfsaldur sem deildarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, þar sem hún bæði hóf og stýrði íslenskum svifþörungarannsóknum um 40 ára skeið.
Guðmundur Þ. Sigurðsson er skipstjóri á hinu nýja skipi og sagði hann í samtali við Fjarðarfréttir að skipið hafi hreppt vont veður á leiðinni heim. Hafi skipið látið nokkuð vel, sérstaklega á móti og á lensi, en skipið hafi oltið nokkuð í hliðaröldu. Sagði hann að það yrði skoðað nánar en skipið er búið veltitönkum sem eiga að vinna á móti veltingi.

Sagði Guðmundur að skipið væri búið fullkomnum búnaði til hafrannsókna og væri skipið mjög hljóðlátt og gæti siglt á rafmótorum sem fengi rafmagn úr rafgeymum og gæti því verið mjög hljóðlátt þegar á þyrfti að halda.

Sagði hann að vinnuaðstaða um borð væri allt önnur og betri en í eldra skipi. Í áhöfn eru 12 manns og væri pláss fyrir um 16 starfsmenn og konur um borð.

Þórunn Þórðardóttir er byggt Astilleros Armon skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni. Skipið er 69,80 m langt, 13,20 m breidd og kúið áfram af rafmótorum en dísilvélar framleiða rafmagn inn á rafgeyma.

Formleg móttaka skipsins verður á miðvikudag.