fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirNýfædd börn fengu krúttkörfu

Nýfædd börn fengu krúttkörfu

Frá og með 1. janúar 2022 hafa allir nýfæddir Hafnfirðingar fengið heimsendar hamingjuóskir og kort frá heimabænum um að þeirra bíði táknræn gjöf, svokölluð krúttkarfa, á barnadeildinni á Bókasafni Hafnarfjarðar.

Alls voru 347 kort send út og stór hluti foreldra hefur sótt gjöfina að sögn samskiptastjóra Hafnarfjarðar. Segir hún gjöfina vera lið í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag með fallegri gjöf og upplýsingum um þá þjónustu sem fjölskyldunni allri stendur til boða innan bæjarmarkanna.

Krúttkarfan inniheldur heilgalla, húfu, sokka og smekk sem ber áletrunina Halló Hafnarfjörður, krúttbangsa og tvær bækur, þar sem önnur er hugsuð fyrir foreldrana og hin til lestrar fyrir barnið.

Geitungar með fulltrúa frá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar og bókasafni. – Ljósmynd: Aðsend

Geitungarnir, nýsköpunar- og starfsþjálfun fyrir fólk með fötlun, spila stórt hlutverk í framkvæmd krúttkörfunnar. Geitungarnir taka á móti innihaldi gjafar, sjá um pökkun í gjafakassa og afhendingu á gjöfunum til bókasafnsins þar sem starfsfólk Bókasafnsins tekur við og annast afhendinguna til foreldra.

Mynd 1 – HalloHafnarfjordur: Eitt af krúttunum 347 sem fæddust í Hafnarfirði á árinu 2022. Rakel Dís Steinsdóttir sem fæddist í upphafi árs 2022.

Mynd 2 – SamstarfGeitungar: Nokkrar starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar koma að framkvæmd krúttkörfunnar. Þar spila Geitungar með fulltrúa frá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar og bókasafni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2