fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirAtvinnulífNýir eigendur taka við rekstri Skóhallarinnar

Nýir eigendur taka við rekstri Skóhallarinnar

Vigdís og Helgi skilja við búðina eftir farsælan rekstur


Skóhöllin í Firði skiptir um eigendur nú um mánaðarmótin er hjónin Anna Þórisdóttir og Davíð Hreinsson taka við rekstri þessarar 16 ára gömlu skóbúðar.

Þau taka við af hjónunum Vigdísi Grétars­­dóttur og Helga Rúnari Gunn­ars­syni en um daglegan rekstur sá Vigdís um.

Það verður Anna sem sér um daglegan rekstur í framtíðinni en þau hjón segjast ætla að halda í það góða sem fyrri eigendur hafa mótað, að eiga skó á alla fjölskylduna. Eðlilega verða þó áherslubreytingar, ný merki og vörur koma inn og innréttingar verða endurnýjaðar. Segjast þau hlakka til starfans og horfa til langrar framtíðar með skóbúðina í Firði þar sem svo góður andi ríkir.

Vigdís Grétarsdóttir, Helgi Rúnar Gunnarsson, Anna Þórisdóttir og Davíð Hreinsson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2