Öryggismiðstöðin hefur opnað nýjan Covid-19 hraðprófsstað að Reykjavíkurvegi 76 og er þar opið alla daga kl. 8-16.
Hefur verið nokkur óánægja með að hér í bæ hafi ekki verið hægt að fara í hraðpróf og hefur fólk þurft að fara til Reykjavíkur eftir því. Hefur það haft áhrif á fjölda þeirra sem mæta á ýmsa viðburði og hefur fólk einfaldlega ekki alltaf viljað gera sér ferð til Reykjavíkur fyrir suma viðburði.
Því ætti þetta að vera mikið fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga og eflaust Garðbæinga líka.
Hægt er að panta tíma á testcovid.is
Notar fyrirtækið Clinitest hraðpróf frá Siemens sem hefur sýnt fram á 99,22% áreiðanleika skv. upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið er með staði á Umferðarmiðstöðinni og í Kringlunni 7 í Reykjavík og í Keflavík auk nýja staðarins í Hafnarfirði.