fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirNýtt hjúkrunarheimili rís brátt

Nýtt hjúkrunarheimili rís brátt

Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang komið á framkvæmdastig

„Eftir langan undirbúning er ánægjulegt að nú liggur fyrir að nýtt hjúkrunarheimili verður tekið í notkun við Sólvang á næsta ári,“ segir Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi og formaður verkefnastjórnar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Sólvangi.

Helga Ingólfsdóttir

Forsagan er orðin nokkuð löng en skrifað var undir samstarfssamning við ríkið árið 2010. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að nýtt hjúkrunarheimili myndi rísa á Kirkjuvöllum en síðan var því breytt og árið 2012 tók til starfa starfshópur um verkefnið og þá hafði ákvörðun um staðsetningu í Skarðshlíð verið tekin.

Helga segist strax hafa haft efasemdir um að þessi breyting á staðsetningu væri skynsamleg og svo fór að nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar sem tók við stjórn bæjarsins sumarið 2014 ákvað að fá óháða úttekt á kostum staðsetningar nýs hjúkrunar­heimilis. Niðurstaða Capacent sem vann verkið var lögð til grundvallar endanlegri ákvörðun um val á stað­setningu að Sólvangi.

Nýbyggingin mun rísa N-V við Sólvang.

Framkvæmd verksins er með þeim hætti að verkefnastjórn er skipuð fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn og með henni starfa fulltrúar eldri borgara í Hafnarfirði. Yfirumsjón með verk­efninu hafa sviðstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og sviðstjóri fjölskyldusviðs. „Núna er hönnun á lokastigi og jarðvinna í fullum gangi og miðað við að henni ljúki í mars. Næsta skref er útboð á reisningu og fullnaðarfrágangi og það verður auglýst í byrjun næsta mánaðar,“ segir Helga.

Hafnarfjörður mun byggja hið nýja hjúkrunarheimili og eiga það að fullu. „Fyrir liggur að ríkið mun taka heimilið á leigu og greiða leigu samkvæmt samningi sem nefndur hefur verið „leiguleið“ en það er verkefni sem ríkið ákvað árið 2009,“ segir Helga. Tíu sveitarfélög gerðu samskonar samn­ing við ríkið og í upphaflega samn­ingnum var miðað við að Hafnar­fjarðarbær myndi einnig sjá um rekstur hins nýja hjúkrunarheimilis.

Aðkoma sjúkrabíla er sýnd á norðurhlið.

Nú hafa samningar tekist við ríkið um að bærinn mun ekki bera ábyrgð á innra starfi hjúkrunar­heimilisins heldur eingöngu sjá um rekstur fasteignarinnar, að sögn Helgu.
„Ef litið er til þess að við Hafnfirðing­ar munum ekki eiga forgang að Sólvangi í framtíðinni frekar en nú er og þess að rekstur margra hjúkrunar­heimila hefur verið ákaflega íþyngjandi þá lít ég svo á að betra sé fyrir Hafnar­fjörð að ríkið beri ábyrgð á rekstri hjúkrunarheimilisins og það er þá sama rekstrarform og nú er á Sólvangi en Hafnarfjarðarbær hefur aldrei séð um rekstur Sólvangs. Eftir sem áður munum við Hafnfirðingar vilja hafa margvíslega aðkomu að rekstrinum og viðræður eru í gangi við ríkið um að hluti af eldra húsi verði nýttur til að fjölga hjúkrunarrýmum sem veruleg þörf er fyrir“.

Segir Helga að dagdvöl verði áfram í boði á Sólvangi ásamt því að til skoðunar er að flytja þangað starfsemi sem hentar vel þeim markmiðum sem liggja fyrir um að Sólvangur verði miðstöð Öldrunarþjónustu í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2