fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirOddfellowreglan kostar innréttingu þriðju hæðar á St. Jósefsspítala

Oddfellowreglan kostar innréttingu þriðju hæðar á St. Jósefsspítala

Alzheimersamtökin og Parkinsonsamtökin munu setja upp þjónustumiðstöð á hæðinni

Um síðustu helgi var samþykkti Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar á Íslandi að styrkja Alzheimerssamtökin og Parkinsonsamtökin með því að kosta og sjá um framkvæmd á innréttingu þriðju hæðar í Lífsgæðasetrinu í St. Jósefsspítala við Suðurgötu. Munu bæði samtökin koma þar á fót þjónustumiðstöð.

Getur styrkurinn numið um 100 milljónum króna.

Í yfirlýsingu frá Alzheimerssamtökunum segir: „Orð fá ekki lýst þakklæti okkar í garð Oddfellowreglunnar en verkefnið mun gjörbreyta allri starfsemi samtakanna.“

Langþráður draumur Alzheimersamtakanna að koma á fót þjónustumiðstöð fyrir einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun er þannig að verða að veruleika. Þá verður í fyrsta skipti á Íslandi veitt þjónusta sem sérstaklega verður sniðin að þeim sem greinast ungir eða fyrir 65 ára aldur. Ætlunin er að veita líka þjónustu þeim sem skemur eru gengnir með heilabilun auk aðstandenda þessara hópa.

„Stuðningurinn frá Oddfellow er ómetanlegur og breytir allri starfsemi samtakanna,“ segir Vilborg Jónsdóttir formaður Parkinsonsamtakanna.

Formaður Alzheimerssamtakanna er Árni Sverrisson fv. forstjóri St. Jósefsspítala.

Samtökin munu flytja alla sína starfsemi í Hafnarfjörð þegar að því kemur.

„Það eru stór tímamót í sögu Parkinsonsamtaknna að geta innan skamms tíma boðið betri aðstöðu fyrir ráðgjöf, stuðning, þjálfun og dagdvöl með sérhæfðri endurhæfingu fyrir fólk með parkinson. Stuðningurinn frá Oddfellow er ómetanlegur og breytir allri starfsemi samtakanna,“ segir Vilborg Jónsdóttir formaður Parkinsonsamtakanna.

„Það eru forréttindi að fá að taka þátt í uppbyggingu sem þessari. Við höfum kynnt okkur starfsemi Alzheimer- og Parkinsonsamtakanna undanfarið ár og okkur finnst gríðarlega mikilvægt að hægt sé að reka þessa mikilvægu þjónustu fyrir veika einstaklinga og aðstandendur þeirra og að samtökin tvö fái að sanna sig til frambúðar í þessu glæsilega húsi sem Hafnarfjarðarbær hefur glætt nýju lífi. Fyrir okkur Oddfellowa er verkefnið afar gefandi og við erum virkilega stolt af því að tilheyra félagsskap sem getur komið að verkefnum með jafn öflugum hætti núna, ekkert síður en með fyrri verkum s.s. uppbyggingu líknardeildarinnar í Kópavogi, við uppbyggingu Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti og með stækkun Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar við Langholtsveginn,“ segir Steindór Gunnlaugson formaður Styrkar- og líknarsjóðs Oddfellow.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2