Að kvöldi 17. október var stórstraumsflóð í Hafnarfirði svo Norðurgarðurinn hvarf í sjó, nema fremsti hlutinn.
Litlu munaði að flæddi upp á Óseyrarbryggju og mildi að logn var þegar háflóðið var.
Líklega hefur flóðhæðin verið um 4,5 m.
Á þessum tíma var sk. ofurmáni, en það er þegar tungl er fullt og um leið næst jörðu, eða í um 365 þúsund km fjarlægð.
Ljósmyndari Fjarðarfrétta tók nokkrar myndir af flóðinu.