fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÖllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum hafnað

Öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum hafnað

Leitað leiða til að lækka kostnað

Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum fyrir skömmu öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.

Lagt hefur verið í metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu og endurnýjun á skíðasvæðinu þar sem m.a. er gert ráð fyrir snjóframleiðslu, nýjum lyftum og bættri aðstöðu fyrir skíðafólk.

Boðið var út endurnýjun á stólalyftum, Drottningu sem setja á upp 2023 og Gosanum sem setja á upp á næsta ári ásamt kaup á snjóframleiðslubúnaði og borun á vinnsluholu fyrir snjóframleiðslu en þeim framkvæmdum átti upphaflega að vera lokið á þessu ári en í sumar var ákveðið að seinka afhendingu á snjóframleiðslu um eitt ár, til 31.10.2021. Upphaflega átti að bjóða þetta út í apríl en var seinkað veitt var heimild til útboðs í júní sl.

Verkefnahópur um uppbyggingu og rekstur á skíðasvæðunum lagði til, á grundvelli fyrirliggjandi tilboða sem lágu fyrir 8. október sl., að þeim verði öllum hafnað.

Var verkefnahópnum falið að vinna málið áfram og leggja fyrir stjórn SSH að nýju.

Framtíðarsýn

17% yfir kostnaðaráætlun

Í samtali við Fjarðarfréttir upplýsti Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna, að ástæða þess að öllum tilboðum hafi verið hafnað sé að lægsta tilboð hafi verið 17% yfir kostnaðaráætlun an alls bárust þrjú tilboð. Sagði hann að lækkun gengis íslensku krónunnar skýri um stóran hluta þess og ef það sé tekið frá sé frávikið um 10%. Mestu munaði um mun hærra tilboð í snjóframleiðslu en gert var ráð fyrir. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir sem boðnar voru út voru um 2,4 milljarðar kr. en við það bætist m.a. eftirlit og ófyrirséður kostnaður.

Verkefnahópurinn mun nú leita leiða til að ná kostnaði niðri með sk. samkeppnisútboði þar sem rætt verður við alla tilboðsgjafa til að leita leiða til að lækka kostnaðinn með einhverjum leiðum. Segir Magnús að allra leiða verði leitað til að hægt verði að reisa nýja lyftu í Suðurgili á næsta ári.

Samþykkt var að niðurstaðan yrði kynnt sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og um leið boðað að ný tillaga stjórnar SSH, eftir vinnu verkefnahópsins, verði lögð fram til umræðu og afgreiðslu sveitarfélaganna í lok nóvembermánaðar. Í fjárhagsáætlun sveitarfélaganna verði gert ráð fyrir sambærilegum framlögum og áður.

Hlutur Hafnarfjarðarkaupstaðar er 13,1%

Áætlað er að rekstrarframlög sveitarfélaganna verði 210 milljónir kr. árið 2021 og fjárfestingarframlag 75 milljónir kr. Af því greiði Hafnarfjarðarbær 27 milljónir kr. í rekstur og 9,7 millj. kr. í fjárfestingar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2