Íslandsmót garpa var haldið dagana 5. og 6. maí í Sundlaug Kópavogs.
Félagar í Sundfélagi Hafnarfjarðar áttu titil að verja og 39 garpar frá Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt. Þess ber að geta að garpar eru það sem í flestum öðrum íþróttagreinum kallast öldungar.
Að þessu sinni mættu keppendur SH ofurliði Blika og urðu að játa sig sigraða eftir góða keppni og munu örugglega mæta tvíefldir til leiks á næsta ári þegar keppnin fer fram á heimavelli SH-inga í Ásvallalaug.
Varð SH í öðru sæti með 1.303 stig á eftir Breiðablik sem fékk 1.861 stig.
SH náði 63 Íslandsmeistaratitlum, 48 í karlaflokki og 15 í kvennaflokki, og 7 titlum í boðsundum.
Ólympíusundsveitin hampaði Íslandsmeistaratitli
Ein af boðsundsveitum SH (Ólympíusveitin) var skipuð af þeim Vilborgu Sverrisdóttur, Elínu Sigurðardóttur, Hrafnhildi Lúthersdóttur og Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur, sem allar hafa tekið þátt í Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Unnu þær að sjálfsögðu sína grein.
- Vilborg Sverrisdóttir (65), Montréal 1976, sund, Sundfélag Hafnarfjarðar
- Elín Sigurðardóttir (50), Atlanta 1996 og Sydney 2000, sund, Sundfélag Hafnarfjarðar
- Hrafnhildur Lúthersdóttir (31), London 2012, Ríó 2016, sund, Sundfélag Hafnarfjarðar
- Helga María Vilhjálmsdóttir (28), Sochi 2014, skíði, ÍR, býrí Hafnarfirði