fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimFréttirOpið hús um skipulag vegna borteiga boðað með tveggja tíma fyrirvara

Opið hús um skipulag vegna borteiga boðað með tveggja tíma fyrirvara

Það urðu margir undrandi þegar á Facebook síðu Hafnarfjarðarbær í morgun birtist kynning á opnu húsi vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna borteiga Coda Terminal verkefnisins.

Opna húsið var haldið í anddyrinu á Norðurhellu 2 milli kl. 11 og 13 í dag þar sem fulltrúi frá Eflu og fulltrúi frá Carbfix kynnti verkefnið. Enginn fulltrúi frá Hafnarfjarðarbæ var á opna húsinu.

Þetta var óformleg kynning og ekki hluti af lögbundnu samráði en þar sem það var yfir höfuð boðið upp á þetta samráð þá fannst mörgum undarlega staðið að kynningu þess og margir sáu fyrir tilviljun.

Það á einnig við um ritstjóra Fjarðarfrétta sem ekki fékk neina tilkynningu, hvað þá auglýsingu um þetta opna hús.

Fulltrúarnir á opna húsinu sögðu opna húsið hafa verið auglýst í Morgunblaðinu í síðustu viku.

Þarna var kynnt staðsetning á borteigum sem liggja utan skipulagðra svæða en aðrir borteigar lenda þar sem fyrirhuguð eru atvinnusvæði eða eru þegar skipulögð sem slík.

Á ósnortnu hrauni

Svæðið sem aðalskipulagstillagan tekur til er hulið nútímahrauni sem nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og eru heildaráhrif á landslag og jarðmyndanir metin neikvæð í umhverfismatsskýrslu áætlana sem gefin var út 21. mars sl. og er unnin af Eflu fyrir Carbfix.

Staðsetning borteiga skv. samsettri mynd þar sem sjá má fornar þjóðleiðir

Í greinargerð með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem einnig var gefin út 21. mars sl. er sýnd áætluð staðsetning lóða fyrir borteiga og ef sú mynd er borin nákvæmlega saman við kortamynd af Hafnarfirði þar sem fornminjar og þ.m.t. fornar þjóðleiðir eru merktar inn (margar) þá kemur í ljós að fjórir borteigar (sem eru um 7.000 m² að stærð) lenda á eða mjög nálægt fornum þjóðleiðum.

Þá liggur nýr vegur að borteigum 6 og 7 rétt norðan við nýjan línuveg sem gerður var að mati margra í skjóli nætur fyrir nokkrum árum. Fram kom í kynningunni að vegurinn þyrfti að vera nokkuð beinn þar sem meðfram honum (eða undir hann) yrði komið fyrir gasleiðslu sem verður grafin ca. 80 cm niður í jörðina.

Yrði þetta töluverð röskun á ósnortnu hrauninu þar sem fólk fer töluvert um.

Í samtali kom fram áhugi á að skoða hvort nýta mætti vegi og borteigana til að bæta aðgengi að útivist á svæðinu en hingað til hefur aðgengi frekar verið takmarkað eins og með slá fyrir veginn frá Álfhellu að skotæfingarsvæðinu.

Staðsetning borteiga skv. greinargerð með breytingartillögu á aðalskipulagi

Gögn um málið

Greinargerð með tillögu að aðalskipulagsbreytingu

Uppdráttur, tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Umhverfismat áætlana

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2