fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirÖrugglega ekki Hafnfirðingur!

Örugglega ekki Hafnfirðingur!

Færslur lögreglunnar eru að jöfnu ekki skemmtilesning en getur verið það eins og þessi færsla sannar og að sjálfsögðu tengist hún Hafnarfirði.

Það getur verið ruglingslegt að hafa tvo bíla til umráða. T.d. þegar maður hefur lagt öðrum þeirra í bílastæði á meðan erindum er sinnt og kemur svo til baka á bílastæðið og heldur að maður hafi verið á hinum bílnum! Þetta gerðist einmitt um daginn og auðvitað í Hafnarfirði, nema hvað. Þá fór ónefndur maður í verslun Krónunnar, sem er við hliðina á lögreglustöðinni á Flatahrauni, og þegar innkaupunum var lokið fann hann ekki bíllinn sinn og hélt að honum hefði verið stolið. Maðurinn fór því á lögreglustöðina og tilkynnti um málið.

Á vakt var gamalreyndur og skilningsríkur lögreglumaður sem komst að hinu sanna eftir smá þóf og maðurinn gat því snúið aftur í rétta bílinn og haldið sína leið.

Rúmlega hálftíma síðar gerðist hið ótrúlega að annar maður kom á lögreglustöðina og tilkynnti að bílnum hans hefði einnig verið stolið. Sá var víst líka búinn að ganga heillengi um bílastæðin við Krónuna í leit að bílnum. Honum var sögð sagan af fyrri manninum og þá rann upp ljós. Hann var sömuleiðis  leitandi að vitlausum bíl.

Lögreglumaðurinn sagði að fyrri maðurinn hefði verið útlendingur en sá seinni Íslendingur. Hann fullyrti jafnframt að mennirnir væru ekki Hafnfirðingar!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2