fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFótboltiÓvænt úrslit í Kaplakrika-Myndaveisla

Óvænt úrslit í Kaplakrika-Myndaveisla

Góð vörn Ólsara hélt Íslandsmeisturunum í burtu

FH-ingar töpuðu í Kaplakrika 2:0 á móti Víking Ólafsvík í 10. umferð Úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Markalaust var í hálfleik en það var mjög lítið að gerast í honum. FH-ingar reyndu og reyndu að komast í gegnum vörn Ólsara en Ólsarar áttu í litlum vandræðum með að verjast Íslandsmeisturunum.

Fyrsta mark leiksins kom á 56. mínútu er Kenan Turudija fékk boltann fyrir utan teig FH-inga eftir langt innkast Dokara og skoraði stórkostlegt mark í bláhornið hægra megin, erfitt fyrir Gunnar að verja.

FH-ingar pressuðu upp völlinn eftir fyrsta markið og áttu nokkrar skottilraunir en ekkert fór inn. Annað mark leiksins kom á 79. mínútu er Kenan hljóp upp vinstri kantinn og sendi boltann til Guðmundar Steins sem var aleinn inni í teignum og lagði boltann bara framhjá Gunnari Nielsen.

FH-ingar fóru svo framarlega undir lokin að Gunnar Nielsen tók innkast en það hjálpaði lítið til og fleiri voru mörkin ekki. Verðskuldaður sigur Ólsara en Íslandsmeistararnir voru eitthvað þreyttir í kvöld.

FH hefðu farið á toppinn með sigri í kvöld en í stað sitja þeir enn í þriðja sæti með 17 stig, þrem stigum á eftir toppliði Vals en FH-ingar eru búnir að spila tveimur leikjum meira en Valur.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2