fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÓvirðuleg umgengni við fornminjar

Óvirðuleg umgengni við fornminjar

Byggingar standa yfir á tveimur einbýlishúsum og tveimur tvíbýlishúsum við Hlíðarbraut.

Eitt húsanna er byggt svo til ofan á svonefndri Þóruklöpp sem er skráð sem fornminjar.

Þjóðsaga var skráð á landi Þórukots. Tengist hún svonefndri Þóruklöpp sem var innan nefnds túngarðs sem einnig er skráð sem fornminjar og var nefnd eftir síðasta ábúanda kotsins.

Sagan segir að hún hafi selt St. Jósefssystrum jörðina undir spítalann með því skilyrði að ekki yrði hróflað við klöppinni sem er í bakgarði spítalans. Þóra mun hafa sagt við nunnurnar að „í klöppinni byggi álfkona sem hafði verið góður nágranni alla tíð“ og hafa nunnurnar virt þessa ósk hennar þar sem mannvirkin voru reist allt í kring um klöppina án þess að hróflað væri við henni.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var 8. apríl 2024, má sjá virðingarleysi byggingarverktakans fyrir klöppinni þar sem hún er notuð sem almennt vinnusvæði.

Sjá meira um Þóruklöpp og nágrenni á fróðleiksvefnum ferlir.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2