fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands.

Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands.

Hafnfirðingnum Pálmari Kristmundssyni var veitt gullmerki Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) á lokahófi sambandsins um síðustu helgi.

Pálmar er menntaður arkitekt frá Danska arkitektaskólanum í Árósum og háskólanum í Tókýó í Japan og á og rekur arkitektastofuna PK Arkitekta.

Á námsárunum sínum í Árósum æfði hann og keppti meðal annars með dönsku hjólreiðagoðsögnunum Bjarne Riis og Brian Holm. Eftir að hann kom heim úr námi sýndi hann íslenskum keppinautum getu sína og í götuhjólakeppnum þar sem hjólað var frá Hellu til Reykjavíkur skildi hann aðra keppendur iðulega eftir neðst í Kömbunum á leið til borgarinnar.

Pálmar hefur verið viðloðinn hjólreiðar alla tíð, þó mis mikið samt, en þá hefur hann aldrei verið langt undan. Hann hefur tekið virkan þátt í barna- og unglingastarfi og aðstoðaði krakka hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) bæði með leiðsögn og öðrum hætti. Pálmar hafði yfirumsjón með þjálfun Íslenska liðsins sem tók þátt í Smáþjóðaleikunum 1995 í Lúxemborg og var liðsstjóri þess. Þannig varð hann í raun fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í hjólreiðum.

Pálmar er búinn að skila ótrúlegu starfi fyrir hjólreiðar á Íslandi síðan löngu fyrir aldamót. Sem dæmi þá er Pálmar höfundur Vesturgötunnar sem hjóluð er á Hlaupahátíð Vestfjarða og var um tíma Íslandsmót í maraþonfjallahjólreiðum.

Í umsögn stjórnar HRÍ segir að Pálmar sé sannarlega búinn að skila starfi fyrir hjólreiðar á Íslandi til að verðskulda gullmerki HRÍ.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2