fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPer og Norbertu bora tilraunaholur í Setbergshamarinn

Per og Norbertu bora tilraunaholur í Setbergshamarinn

Berggrunnur kannaður vegna mögulegra jarðgangnagerðar undir Setbergshamarinn

Verið er að vinna að frumathugun á jarðgangalausn fyrir Reykjanesbraut sem myndu liggja frá Lækjargötu og að Reykjanesbraut nálægt Álftanesvegi ásamt nýjum gatnamótum við Lækjargötu og við Álftanesveg.

Gert er ráð fyrir tveimur samhliða göngum með 10 m bili á milli ganga og tveimur akreinum í hvora átt.

Eru jarðgöng undir Setbergshamarinn besta lausnin fyrir Hafnfirðinga?

Undanfarið hafa starfsmenn Bergborunar borað tilraunaholur þar sem jarðgöngin gætu verið og nú er verið að bora á mótum Reykjanesbrautar og Hlíðarbergs.

Þar voru tveir vaskir starfsmenn Bergborunar að störfum, þeir Per og Norberto sem upplýstu að borað væri niður á ca. 30 metra dýpi til að taka jarðvegssýni og ef marka má borkjarnana sem þeir höfðu tekið upp leit bergið nokkuð vel út, a.m.k. í augum leikmanns. Borkjarnarnir verða svo rannsakaðir og kemur þá í ljós hversu hagkvæmt það er að bora göng undir Setbergshamarinn til að létta á umferð um Reykjanesbraut meðfram Setberginu.

Borsýni úr 22,5 m dýpt

Norbertu kemur frá Portúgal en á líka uppruna frá Venesúela og hefur hann búið í Hafnarfirði í um 20 ár og líkar vel. Sagði hann náttúruna allt í kring mjög áhugaverða sem gerði áhugavert að búa í Hafnarfirði.

Aðspurðir hvort golfarar hafi ekki glaðst yfir að fá auka holur á golfvellinum í Setbergi þar sem þeir hafa borað, sögðu þeir að það hafi verið svolítið sérstakt að vinna þar. Eitt sinn heyrðu þeir mikinn smell þegar golfkúla small í borturninum rétt hjá þeim. Mátti litlu muna að þeir hefðu fengið kúluna í sig.

Per og Norberto á borpallinum

Per kemur frá Falun í Svíþjóð og hefur verið hér í nokkra mánuði og líkar vel í Hafnarfirði.

Samkvæmt framkvæmdaáætlun Samgöngusáttmála voru framkvæmdir við lagfæringu á Reykjanesbraut eða gerð ganga fyrirhugaðar árin 2024-2028. Fyrir ári síðan var áætlað  að tvö ár tæki að vinna yfirborðslausnirnar en þrjú ár gangnalausnina en áætlað er að verkinu yrði lokið árið 2034. Er það 6 árum síðar en skv. Samgöngusáttmálanum en hámarkskostnaður 5,5 milljarðar kr. til 22,4.

Hugmyndir kynntar að lausnum á Reykjanesbraut við Setbergið – Fjarðarfréttir (fjardarfrettir.is)

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2