Rétt í þessu svaraði Ingi Tómasson bæjarfulltrúi fyrirspurn Öddu Maríu Jóhannsdóttur bæjarfulltrúa um það hvort hann ætlaði að fylgja eftir ásökunum sínum á síðasta bæjarstjórnarfundi um að Adda María og fulltrúar minnihlutans hefðu brotið siðareglur.
Svarði hann einfaldlega: „nei“.
Adda María krafði hann þá um afsökunarbeiðni þar sem ásakanir hans lægju ennþá í loftinu. Svaraði Ingi engu og óskaði Adda María þá eftir að fá að ræða við forseta bæjarstjórnar um framhald málsins en hún vildi að forsetanefndin tæki málið fyrir.