fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirÁrni Rúnar Árnason sækist eftir þriðja sætinu hjá Framsókn

Árni Rúnar Árnason sækist eftir þriðja sætinu hjá Framsókn

Árni Rúnar Árnason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.

„Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, giftur og á fjóra uppkomna syni. Ég er tækjamaður í Suðurbæjarlaug og hef starfað þar í að verða 16 ár. Síðustu 4 ár hef ég verið varaformaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. Ég vil halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í Hafnarfirði á síðustu tæpum fjórum árum. Verk Framsóknar hafa náð í gegn og skilað okkur betri bæ. Ég óska eftir tækifæri til að halda áfram á þeirri vegferð og styðja enn frekar við öflugt velferðarsamfélag í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu frá Árna Rúnari.

Ekki hefur verið ákveðið hvernig raðað verður á lista hjá Framsókn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2