Árnir Rúnar Þorvaldsson ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu sveitarstjórnarkosningum sem fara fram 14. maí nk.
Prófkjör Samfylkingarinnar, þar sem flokksfólk og skráð stuðningsfólk hefur kosningarétt, verður haldið 12. febrúar nk. Er kosið skv. reglum flokksins um flokksval.
Í tilkynningu segir Árni Rúnar helstu áherslumál sín vera:
- virkt íbúasamráð og íbúalýðræði
- gegnsæ og opin stjórnsýsla
- að velferð og jöfnuður verði leiðarljósin við stjórnun bæjarins
- að jafnrétti sé fléttað í alla stefnumótun og ákvarðanatöku bæjarfélagsins
- að öllum börnum og unglingum óháð efnahag séu tryggð jöfn tækifæri til náms og tómstunda
- að jafna byrðarnar með stuðningi við barnafjölskyldur og tekjulægri hópa samfélagsins.
„Hafnarfjörður er fallegur og skemmtilegur bær þar sem gott er að búa. En það er hægt að gera betur. Ég hef áhuga, vilja og reynslu til þess að koma að því verkefni og býð mig því fram í 1. sætið á lista Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk. Á næstu dögum mun ég gera frekari grein fyrir mínum áherslum og kynna sjálfan mig, mína reynslu og það sem ég stend fyrir,“ segir Árni Rúnar.