fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirAukafundur í bæjarráði til að samþykkja ársreikning

Aukafundur í bæjarráði til að samþykkja ársreikning

Minnihlutinn mótmælti flýtimeðferð og segir þetta ólýðræðisleg vinnubrögð

Aukafundur var í bæjarráði kl. 17 í dag og var eitt mál á dagsskrá, ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans fyrir 2017.

Með fundarhléi tók það aðeins 50 mínútur að afgreiða ársreikning bæjarins sem var verið að leggja fyrir bæjarráð í fyrsta sinn.

Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við afgreiðslu málsins og mótmæltu afgreiðslunni í sameiginlegri bókun með Vinstri grænum:

„Fulltrúar minnihlutans gera athugasemdir við vinnubrögð sem hér eru viðhöfð í tengslum við umfjöllun og afgreiðslu ársreiknings og mótmæla því að svo mikilvægt mál hljóti flýtimeðferð.

Það er enn og aftur ljóst að fulltrúar minnihlutans eiga ekki að fá sama aðgang að gögnum eða tíma til undirbúnings og fulltrúar meirihlutans. Við ítrekum þá skoðun okkar hversu ólýðræðisleg slík vinnubrögð eru.

Við teljum jafnframt ástæðu til að minna á að fyrr á kjörtímabilinu sá Innanríkisráðuneytið ástæðu til að leiðbeina sveitarfélaginu sérstaklega um verklagsreglur við boðun funda og afhendingu gagna. Það er dapurlegt að forsvarsmenn sveitarfélagsins fari ekki eftir þeim leiðbeiningum eða taki til sín þá gagnrýni sem í þeim fólst.“

Ársreikningurinn verður því tekinn fyrir til fyrri umræðu í bæjarstjórn á miðvikudag ef ekki verður brugðist við mótmælum minnihlutans.

Ársreikninginn má sjá hér.

Það er þó ánægjulegt að sjá að fólk fái strax að sjá ársreikninginn en ritstjóri Fjarðarfrétta hefur gagnrýnt þegar hann var ekki gerður opinber fyrr en eftir að hann var lagður fram í bæjarstjórn. Þá bar bæjarstjóri við að þetta væri reglur Kauphallarinnar en honum var þá bent á að einu reglur Kauphallarinnar (vegna skráðra lána bæjarins) væri að Kauphöllin fengi ársreikninginn á sama tíma.

Hann var þó ekki aðgengilegur með fundargerð bæjarráðs en sendur fjölmiðlum með ítarlegri pólitískri fréttatilkynningu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2