fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirBæjarstjóri undirritaði ósamþykktan samning á íþróttahátíð - Til afgreiðslu í bæjarstjórn á...

Bæjarstjóri undirritaði ósamþykktan samning á íþróttahátíð – Til afgreiðslu í bæjarstjórn á morgun

Er þetta eðlileg stjórnsýsla? UPPFÆRÐ FRÉTT

Þann 18. desember sl. samþykkti fræðsluráð fyrir sitt leyti samning við Rio Tinto á Íslandi og ÍBH um styrki til íþróttahreyfingarinnar í Hafnarfirði fyrir árið 2020.

Markmið samningsins er að ýta undir aukið menntunarstig þjálfara og jafna
kynjahlutföll þar sem það á við.

Fræðsluráð samþykkti samninginn og vísaði honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Á Íþróttahátíð Hafnarfjarðarbæjar þann 27. desember sl. undirritaði Rósa Guðbjartsdóttir og aðstoðarforstjóri Rio Tinto á Íslandi hins vegar samninginn við hátíðlega athöfn – áður en bæjarstjórn fékk tækifæri til að samþykkja hann.

Samningurinn er til afgreiðslu í bæjarstjórn á morgun, 8. janúar.

Undirritun samningsins 27. desember sl.

Því er spurning hvort samþykkt bæjarstjórnar sé aðeins formsatriði og hvort eðlilegt sé að svona sé gert.

Adda María Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingarinnar sagði aðspurð þetta  auðvitað ekki vera heppilegt. „Fræðsluráð var búið að samþykkja samninginn fyrir jól en réttilega hafði hann ekki verið staðfestur í bæjarstjórn þegar hann var undirritaður. Ég þekki ekki ástæður þess að þessu var svona háttað en vænti þess að því verði svarað í bæjarstjórn á morgun.“

Aðspurð hvort hún teldi þetta eðlileg vinnubrögð sagðist hún telja þetta ekki vera til eftirbreytni.

Kristni Andersen, forseta bæjarstjórnar voru einnig sendar fyrirspurnir og barst svar frá honum kl. 9.44 8. janúar:

„Samningurinn var samþykktur bæði í ÍTH og fræðsluráði, undirritaður svo, en allt er þetta svo með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar, en ég á ekki von á öðru en að hún gangi eftir.“ [ÍTH er greinilega íþrótta- og tómstundanefnd en ekkert í stjórnsýslunni er til sem heitir ÍTH. Ath. blaðamanns]

Spurningin til Kristins um það hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð var ítrekuð og svar barst kl. 11:28

„Það er þekkt, og víðar en hjá okkur, að mál sem unnin hafa verið og samþykkt séu undirrituð fyrir hönd þeirra sem að þeim standa og svo send endanlega til staðfestingar hjá viðkomandi aðilum.“

Fréttin hefur verðið uppfærð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2