fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkEingöngu konur skipaðar í fjölmenningarráð Hafnarfjarðar

Eingöngu konur skipaðar í fjölmenningarráð Hafnarfjarðar

Víða kynjaskekkja í nefndum Hafnarfjarðarkaupstaðar

Fjölmenningarráðið er skipað 5 fulltrúum sem eru búsettir í Hafnarfirði og jafnmörgum til vara. Fjölskylduráð kýs tvo fulltrúa og tvo til vara, tveir fulltrúar eru skipaðir af félagasamtökum sem starfa að málefnum innflytjenda og tveir til vara. Einn fulltrúi af erlendum uppruna er tilnefndur úr hópi starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar. Fjölmenningaráðið sjálft kýs sér formann, varaformann og ritara og skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Það vekur athygli að nú er fjölmenningarráðið eingöngu skipað konum en á fundi fjölskylduráð sl. föstudag tilnefndi ráðið þær Önnu Karen Svövudóttur og Karólínu Helgu Símonardóttur sem aðalmenn og Erlu Ragnarsdóttur og Hólmfríði Þórisdóttur sem varamenn. Af fjórum tilnefningum er því enginn karl.

Fulltrúar félagasamtaka sem starfa að málefnum innflytjenda hafa tilnefnt í ráðið og þar er eingöngu konur skipaðar, Sylwia Baginska, tilnefnd af Móðurmáli, samtökum um tvítyngi og Elena Orlova, tilnefnd af W.O.M.E.N., samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Fulltrúi af erlendum uppruna sem er tilnefndur úr hópi starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar er svo Aleksandra Julia Wegrzyniak.

Fjölskylduráð samþykkti þessar tilnefningar í fjölmenningarráð og gilda út kjörtímabilið.

Verksvið fjölmenningaráðs skv. 2. grein samþykktar um ráðið

„Fjölmenningarráðið skal vera bæjarstjórn og nefndum og ráðum Hafnarfjarðarkaupstaðar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa sem eru innflytjendur. Ráðið skal stuðla að hvers konar upplýsingagjöf og samstarfi Hafnarfjarðarkaupstaðar við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til bæjarráðs sem varðar verksvið þess. Ráðið skal leitast við að tengja saman fjölmenningarleg samfélög í Hafnarfirði, byggja brýr á milli Íslendinga og innflytjenda, koma málefnum innflytjenda á framfæri og stuðla að friðsamlegu fjölmenningarlegu samfélagi.“

Ekki í samræmi við jafnréttisstefnu bæjarins

Í jafnréttis- og mannréttindastefnu Hafnarfjarðar segir:

Jafnrétti kynjanna

Markmið: Að treysta lýðræðislega stjórnun bæjarins með því að leitast við að þátttaka og áhrif kynjanna sé sem jöfnust og að jafnt tillit sé tekið til sjónarmiða og þarfa bæjarbúa óháð kyni.

Leiðir að markmiðum

Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum bæjarins skal hafa hlutföll kynja 2:3 í fimm manna nefndum og 1:2 í þriggja manna nefndum.
Jafnrétti kynja skal haft að leiðarljósi þegar valdir eru fulltrúar í vinnuhópa til undirbúnings stefnumótunar og meiriháttar ákvarðana.

Víðar kynjaskekkja í nefndum bæjarins

Við lauslega skoðun með skipun eftir kynjum í hinum ýmsu nefndum bæjarins má sjá að víða má gera betur ef fara á eftir jafnréttisáætlun.

  • Í barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar sitja 5 fulltrúar, allt konur. Varamenn í ráðinu eru 4, þar af einn karlmaður.
  • Forseti bæjarstjórnar eru karl, sem og tveir varamenn hans.
  • Í heilbrigðisnefnd eru tveir fulltrúar Hafnarfjarðar, tvær konur.
  • Í menningar- og ferðamálanefnd eru þrjár konur og af þremur varamönnum er einn karl.
  • Í samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu eru fulltrúar Hafnarfjarðar tveir, tveir, karlar.
  • Í skólanefnd Flensborgarskólans eru tveir fulltrúar bæjarins, tveir karlar.
  • Í ráðgjafaráði í málefnum fatlaðs fólks eru sjö fulltrúar, 5 konur og 2 karlar.
  • Í öldungaráði eru sjö fulltrúar, 5 konur og 2 karlar.
  • Í ungmennaráði eru 8 fulltrúar, 7 stúlkur og 1 drengur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2