Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur samþykkt framboðslistann sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði.
Það vekur athygli að Unnur Lára Bryde sem lenti í 7. sæti í prófkjöri flokksins er ekki með á listanum en hún hafði verið í 3. sæti í prófkjörinu fyrir 4 árum síðan.
Annars eru á listanum þeir frambjóðendur sem ekki náðu í fyrstu 8 sætin í prófkjörinu og raða þau sér í 7.-13. sæti en Skarphéðinn Orri færist upp í 7. sætið.
Listi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði:
- Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs
- Kristinn Andersen, verkfr. og bæjarfulltrúi
- Ólafur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi
- Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi
- Kristín Thoroddsen, varabæjarfulltrúi og flugfreyja
- Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri
- Skarphéðinn Orri Björnsson, frkv.stj. og varabæjarfulltrúi
- Lovísa Björg Traustadóttir, iðnrekstrarfr. og meistaran.
- Magnús Ægir Magnússon, rekstrarhagfræðingur
- Bergur Þorri Benjamínsson, form. Sjálfsbjargar
- Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltrúi og meistaran.
- Einar Freyr Bergsson, framhaldsskólanemi
- Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, framhaldsskólanemi
- Guðvarður Ólafsson, ráðgjafi net- og hýsingalausna
- Kristjana Ósk Jónsdóttir, viðskiptafr og framkv.stj.
- Rannveig Klara Matthíasdóttir, nemenda- og kennsluráðgjafi
- Arnar Eldon Geirsson, skrifstofu- og kerfisstjóri
- Vaka Dagsdóttir, laganemi
- Örn Tryggvi Johnsen, rekstrarstjóri
- Jón Gestur Viggósson, skrifstofumaður
- Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, form. Bandalags kvenna Hafnarf.
- Sigrún Ósk Ingadóttir, eigandi Kerfis ehf