fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkFramsókn og óháðir kynntu stefnumál sín við opnun kosningaskrifstofu

Framsókn og óháðir kynntu stefnumál sín við opnun kosningaskrifstofu

Opnuðu kosningaskrifstofu á Strandgötu 75, í gamla Drafnarhúsinu

Sameiginlegt framboð Framsóknar og Óháðra opnaði kosningarskrifstofu sína 1. maí á efstu hæð Strandgötu 75.

Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti flokksins og aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldugúnsskóla og skipar 2. sætið kynntu stefnumál framboðsins undir yfirskriftinni „Umhverfi, umferð og atvinna“.

Mikil lífsgæði felast í vel skipulögðu bæjarfélagi. Ný byggingarsvæði tryggja ódýrara húsnæði í bænum, stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki tryggja fjölbreyttari atvinnutækifæri, skynsamlegar lausnir  í almenningssamgöngum búa til tíma fyrir bæjarbúa og sterk vitund um mikilvægi umhverfisins bætir samfélagið.

Skipulagsmál – Saman munum við…

  • …endurskoða, einfalda og lækka gjöld
  • …stytta afgreiðslutíma skipulagstillagna
  • …fjölga lóðum með því að skipuleggja ný svæði til byggingar
  • …finna án tafar lausn á lagningu Hamraneslínu
  • …vinna húsnæðisáætlun til framtíðar
  • …ráðast í framkvæmdir við Hvaleyrarvatn og Víðistaðatún búa til útivistarparadís fyrir hafnfirskar fjölskyldur

Umhverfismál – Saman munum við…

  • …bæta aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í Hafnarfirði
  • …gera átak í hreinsunar- og hreinlætismálum Hafnarfjarðar
  • …tryggja góða umhirðu opinna svæða og markvisst ræktunarstarf
  • …sjá til þess að Hafnarfjarðarbær verði leiðandi í því að draga úr

Atvinnumál – Saman munum við….

  • …tryggja öflugt atvinnulíf með stöðugu framboði af lóðum fyrir atvinnustarfsemi
  • …styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki með ráðgjöf og niðurfellingu gjalda
  • Samgöngumál – Saman munum við…
  • …gera sem allra fyrst nauðsynlegar úrbætur á Reykjanesbrautinni frá Kaldárselsvegi að nýjum mislægum gatnamótum við Straumsvík
  • …gera nauðsynlegar úrbætur á FH torgi og Hlíðartorgi til að liðka fyrir umferð
  • …gera nauðsynlegar úrbætur á gatnakerfi við Krónuna við Flatahraun
  • …efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og auka hvata fólks til að nota þær t.d. með nýju greiðslukerfi, fjölga hraðvögnum og næturstrætó.

Fólkið – fyrst og fremst

Allir bæjarbúar þurfa að hafa jöfn tækifæri og möguleika til þátttöku í samfélaginu. Við leggjum áherslu á að velferð fjölskyldunnar sé höfð að leiðarljósi í þjónustu við bæjarbúa.

Aldraðir – eldast með reisn – Saman munum við…

  • …bæta akstursþjónustu fyrir eldri borgara
  • …ráðast strax í að undirbúa fjölgun hjúkrunarrýma þjónustuíbúða
  • …auka framboð á dagvistun
  • …hækka frístundastyrk í 70 þúsund á ári
  • …festa heilsueflingu í sessi
  • …stórauka persónulega þjónusta við eldri borgara þegar kemur að heimaþjónustu

Félagsþjónusta – Saman munum við…

  • …efla félagsþjónustuna
  • …koma á fót stuðningsúrræði fyrir fjölskyldur og börn í vanda
  • …leita eftir samstarfi við samtök um kvennaathvarf um að hefja starfsemi í Hafnarfirði
  • …fjölga félagslegum leiguíbúðum
  • …bjóða fjölskyldum í vanda heimaþjónustu án þess að um barnaverndarmál sé að ræða

Fatlað fólk – Saman munum við…

  • …tryggja viðunandi húsnæði fyrir íbúa á herbergjasambýlum
  • …stytta biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk
  • …leggja áherslu á innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, m.a. með innleiðingu NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð)
  • …bjóða fjölbreytt úrræði fyrir börn og fjölskyldur, m.a. opna skammtímavistun fyrir börn í Hafnarfirði
  • Nýfæddir Hafnfirðingar – Saman munum við…
  • …færa öllum nýfæddum Hafnfirðingum sem inniheldur m.a. bók, bleyjur, bangsa, handklæði, pela, snuð, smekk, samfellur o.fl. Tryggjum öllum jöfn tækifæri við upphaf lífsgöngunnar.

Móttökuáætlun fyrir innflytjendur – Saman munum við…

  • …gera heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar aðgengilega fyrir innflytjendur
  • …efla og virkja starfsemi fjölmenningarráðs.
  • …útbúa bækling sem býður innflytjendur velkomna þegar þeir flytja í Hafnarfjörð
  • …efla tungumálakennslu fyrir börn og foreldra
  • …viðhalda stuðningi við þá sem koma að móttöku flóttamanna í Hafnarfirði

Áfram Hafnarfjörður!

Hafnarfjörður hefur fyrir löngu skapað sér sérstöðu fyrir fjölbreytt og áran- gursríkt íþróttalíf. Hafnfirðingar hafa í áratugi átt fulltrúa meðal þeirra bestu í öllum helstu íþróttagreinum. Við erum stolt af árangri fólksins okkar sem eflir og styrkir samfélagið en viljum gera betur.

Íþróttir og tómstundir – Saman munum við…

  • …hækka frístundastyrk í 70 þúsund á ári.
  • …efla starfsemi frístundabílsins þannig að hann fari á fleiri staði og þjóni fleiri aldurshópum
  • …hlúa betur að iðkendum jaðarsports með því að því að hækka styrki og bæta aðstöðu
  • …gera reglulega þarfagreiningu og um leið huga að sérstöðu fámennari íþróttagreina- og félaga
  • …fylgja núverandi forgangsröðun ÍBH
  • …tryggja að gæði, hagkvæmni og nýting verði leiðarstef í allri framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði
  • …bæta nýtingu á íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðar og horfa á heildar- myndina. Sérstaklega þarf að líta til smærri íþróttahúsa bæjarins
  • …vinna að frekari að samræmingu milli skóladags og annarra frístunda

Hreyfing fyrir alla – Saman munum við…

  • …fjölga hjólastæðum
  • …lengja opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar
  • …setja upp sérstaka upplýsingagátt með helstu útivistarstöðum, göngu-, hjóla-, og hlaupaleiðum bæjarins

Mennta- og menningarbærinn

Börnin okkar eru grunnur samfélagsins. Við viljum treysta faglegar undirstöður skólanna og efla menntun, félagslíf og vellíðan þeirra. Við viljum styðja betur við blómlegt menningarlíf í sífellt fjölbreyttara samfélagi.

Dagvistunarpláss – Saman munum við…

  • …tryggja fjölbreytt dagvistunarúrræði. Á meðan fæðingarorlof er ekki komið í 12 mánuði þarf að brúa bilið með öðrum hætti Leikskólar

Leikskólar – Saman munum við…

  • … tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur
  • …fjölga leikskólaplássum með uppbyggingu ungbarnaleikskóla og skoða fjölgun 5 ára deilda í grunnskólum
  • …tryggja að leikskólagjöld verði 29.000 kr. fyrir fyrsta barn. Annað barn fær 75% afslátt og þriðja barn 100% afslátt
  • …endurskoða skilgreiningar á rými á hvern nemenda og fjölda barna í sama rými
  • …sjá til þess að starfsmenn leikskóla fái greitt fyrir viðveru með nemendum í hádegi
  • …greina álag í starfi starfsmanna á leikskólum og gera úrbætur

Grunnskólar – Saman munum við…

  • …sjá til þess að nemendur á grunnskólaaldri standi til boða fríar skólamáltíðir
  • …auka fjármagn til sérstakra verkefna í grunnskólum bæjarins
  • …setja upp námsver fyrir börn með hegðunarfrávik í öllum grunnskólum. Einnig aukin ráðgjöf til foreldra barna með hegðunarfrávik
  • …gera áætlun um byggingu íþróttahúsa við Áslandsskóla, Hvaleyrarskóla og Öldutúnsskóla

Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar –Saman munum við…

  • …efla starf frístundaheimila meðal annars með því kennarar komi að starfinu t.d. með list- og verkgreinum, læsi, hreyfingu og heimanámi.
  • …auka fjármagn til frístundaheimila til búnaðarkaupa.
  • …auka fjármagn til hópastarfs og fræðslu í félagsmiðstöðvum.

Menningarmál – Saman munum við…

  • ….treysta menningarstofnanir Hafnarfjarðar.
  • …leysa húsnæðismál Leikfélags Hafnarfjarðar í samvinnu við félagið. Leikfélagið hefur leikið stórt hlutverk í menningar- og leiklistarsögu Hafnarfjarðar.
  • …tryggja að saga bæjarins fái stærra hlutverk og muni bæði heyrast og sjást betur en áður hefur verið.

Nýsköpun ungs fólks – Saman munum við…

  • …stofna nýsköpunarmiðstöð ungmenna og hlúa þannig að frumkvæði, sköpun og framkvæmdagleði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2