Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hófst núna kl. 14 í dag en þar er m.a. fjallað um aðal- og deiliskulag á Hraunum, iðnaðarsvæðinu við Reykjavíkurveg en Skipulagsstofnun hafnaði því að samþykkja deiliskipulag sem ekki var skv. aðalskipulagi.
Þá verður fjallað um nýbyggingarsvæði við Hamranes, samning við Hauka um uppbyggingu á Ásvöllum, breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, lántökur Hafnarfjarðarbæjar og fl.
Horfa má á fundinn beint hér:
Dagskrá:
- Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
- Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag
- Brúsastaðir 2, deiliskipulagsbreyting (frestað)
- Hamranes I, nýbyggingarsvæði
- Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breytingar
- Lántökur 2020
- Ábyrgð Hafnarfjarðarkaupstaðar, lántaka
- Ásvellir, uppbygging
- Álfaskeið 24, lóðarstærð og lóðarleigusamningur
- Tinnuskarð 24, umsókn um lóð
- Suðurhella 12, lóðarumsókn, úthlutun, afsal
- Völuskarð 18, umsókn um lóð, úthlutun, afsal
- Malarskarð 1, umsókn um parhúsalóð, úthlutun, afsal
- Samvinna eftir skilnað
- Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn