1795. fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 22. nóvember 2017 og hefst kl. 17:00
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Lagt er til við bæjarstjórn að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram 6. desember nk. í stað 22. nóvember líkt og bæjarstjórn hafði samþykkt á fundi sínum 8. nóvember sl.
2. 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.
3. 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015
4. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Tekið fyrir að nýju. Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og lokið í samræmi við umræður á fundinum og bæjarstjóra falið að útfæra málið og að undirbúa viðauka fyrir fjárhagsáætlun 2017.
4. 1711103 – Krýsuvíkurvegur Hamra, lóðarleigusamningur
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Endurnýjun lóðaleigusamnings Bæjarráðs samþykkir framliggjandi lóðarleigusamning og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.
5. 1711055 – Eyrartröð 10, lóðarleigusamningur, endurnýjun
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Endurnýjun lóðaleigusamnings Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.
6. 1711168 – Drekavellir 20, íbúð 227-5446, kaup
14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Lagt fram kauptilboð í íbúð að Drekavöllum 20. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið sé frá kaupum á íbúð að Drekavöllum 20 í samræmi við framlagt kauptilboð.
7. 1710331 – Glimmerskarð 2, tilboð, úthlutun, afsal
15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Lögð fram beiðni Óðalhúsa um að afsala sér lóðarúthlutun á Glimmerskarði 2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 2 við Glimmerskarð til Óðalhúsa verði afturkölluð.
8. 1708305 – Vikurskarð 8, Umsókn um lóð,úthlutun,afsal
16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Lagður fram póstur frá lóðarhöfum að Vikurskarði 8 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 8 við Víkurskarð til Sædísar Öldu Búadóttur verði afturkölluð.
9. 1708322 – Malarskarð 8, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal
17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv.sl. Lagt fram bréf dags. 7.okt. sl. frá lóðarhöfum að Malarskarði 8 og 10 (parhús) þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 8 og 10 við Malarskarð til Steinunnar Guðmundsdóttur og Stefáns Hallssonar verði afturkölluð.
10. 1708344 – Malarskarð 12, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal
18.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv.sl. Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 12 og 14 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 12 og 14 við Malarskarð til Inga Þórarins Friðrikssonar, Jónu Huldu Pálsdóttur, Huldu Pálsdóttur, Sylvíu Daggar Hjörleifsdóttur og Kristjáns Una Óskarssonar verði afturkölluð.
11. 1708345 – Malarskarð 18, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal
19.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 18 og 20 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 18 og 20 við Malarskarð til Magnúsar Héðinssonar, Margrétar Þórarinsdóttur, Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur verði afturkölluð.
12. 1708346 – Malarskarð 22, Umsókn um lóð, úthlutun,afsal
20.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv.sl. Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 22 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 22 við Malarskarð til Vignis Stefánssonar og Önnu Berglindar Sigurðardóttur verði afturkölluð.
13. 1708370 – Hádegisskarð 21, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal
21.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv.sl. Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Hádegisskarði 21 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 21 við Hádegisskarð til Jóns Karls Líndal og Petru Sifjar Jóhannsdóttur verði afturkölluð.
14. 1711113 – Breiðhella 1, lóðarumsókn
22.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv. sl. Lögð fram umsókn Fitjaborgar ehf. kt. 521288-1409 um lóðina Breiðhella 1. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn Fitjaborgar ehf. kt. 521288-1409 um lóðina Breiðhella 1.
15. 1711015 – Borgahella 13, umsókn um lóð
23.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv.sl. Lögð fram umsókn H-Berg ehf. kt. 640707-0110 um lóðina Borgahella 13 og til vara Borgahella 11. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn H-Berg ehf. um lóðina Borgahella 13.
16. 1702315 – Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi
6. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl. Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 30.ágúst sl. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð. Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð samþykkir ódags. umsögn skipulagsfulltrúa og fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41.gr. laga 123/2010.” Forseti ber upp tillögu um að fresta málinu um tvær vikur og er það samþykkt með 10 greiddum atkvæðum og einn situr hjá. Margrét Gauja Magnúsdóttir les upp bókun fyrir hönd minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar. Fundarhlé kl. 18:13. Fundi framhaldið kl. 18:32. Fyrri bókun minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar er dregin til baka og kemur Adda María Jóhannsdóttir að eftirfarandi nýrri bókun fyrir hönd minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar: “Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að afgreiðslu máls nr. 12 á dagskrá verði frestað. Óskum við eftir að samráð verði haft við íbúa hverfisins í heild enda miklar breytingar fyrirhugaðar á svæðinu í kringum Suðurgötu, og mikilvægt að huga að heildrænu skipulagi hverfisins. Við þéttingu byggðar er einnig mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Því leggjum við áherslu á að hugað verði að leik- og grunnskólamálum sem og aðgengismálum og umferð í hverfinu áður en frekari þétting byggðar á sér þar stað.”
17. 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi
Lögð fram tillaga um að bæjarstjórnarfundur miðvikudaginn 6.desember nk. hefjist kl. 16.
Fundargerðir
18. 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.nóv. sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 15.nóv. sl.
a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8.nóv. sl.
Fundargerðir fjölskylduráðs frá 10.og 17.nóv.sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 16.nóv.sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 10.nóv.sl.
b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.nóv. sl.
c. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.okt. sl.
d. Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 2.júní og 15.sept. sl.
e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 27.okt.sl.
f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10.nóv. sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15.nóv.sl.
a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 27.okt.sl.
b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.sept.sl.