fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkHafnfirðingarnir komust ekki í efstu sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Hafnfirðingarnir komust ekki í efstu sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson varð efstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var haldið í dag og liggja niðurstöður fyrir. Alls tóku 3.154 þátt í prófkjörinu og voru ógildir og auðir seðlar 118.

  1. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra 2699 atkvæði í 1. sæti
  2. Jón Gunnarsson, alþingismaður 2191 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Óli Björn Kárason, ritstjóri 2100 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður 1435 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar 1348 atkvæði í 1.-5. sæti
  6. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður 1266 atkvæði í 1.-6. sæti.

Hafnfirðingarnir Helga Ingólfsdóttir og Kristín Thoroddsen komust því ekki í efstu 6 sætin á listanum.

Eftirtaldir gáfu kost á sér:

Ásgeir Einarsson
Bjarni Benediktsson
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Loftsdóttir
Elín Hirst
Helga Ingólfsdóttir
Jón Gunnarsson
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Kristín Thoroddsen
Óli Björn Kárason
Sveinn Óskar Sigurðsson
Tinna Dögg Guðlaugsdóttir
Viðar Snær Sigurðsson
Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður
Vilhjálmur Bjarnason, form. Hagsmunasamtaka heimilanna.

Upppfært 11.9 kl. 13.50:

Helga Ingólfsdóttir upplýsir á síðu sinni að hún hafa lent í 12. sæti með 871 atkvæði. Segir hún jafnframt um leið og hún þakkar stuðninginn að frambjóðendur fái ekki að sjá niðurstöðurnar nema fyrir fyrstu 6 sætin eins undarlegt og það sé.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2