fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkHildur Björg sækist eftir 2. sæti hjá Pírötum

Hildur Björg sækist eftir 2. sæti hjá Pírötum

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir hefur sent frá sér tilkynningu um að hún gefi kost á sér í að skipa 2. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði en prófkjör flokksins hefst 5. mars nk.

„Ég er náms- og starfsráðgjafi og starfa við Stapaskóla í Reykjanesbæ. Ég bý með Ívari Atla Sigurjónssyni byggingariðnfræðingi og eigum við tvö börn.

Ég lauk MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Pírata í Hafnarfirði og Pírata í suðvesturkjördæmi. En í starfi mínu með Pírötum hef ég lagt mikla áherslu á grunnstefnu Pírata, borgararéttindi, samráð við íbúa, notendavæna þjónustu, jafnrétti, gegnsæi og heiðarleika og mun beita mér fyrir öflugri velferðar og fræðsluþjónustu í Hafnarfirði.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2