fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkHildur Björg sækist eftir 2. sæti hjá Pírötum

Hildur Björg sækist eftir 2. sæti hjá Pírötum

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir hefur sent frá sér tilkynningu um að hún gefi kost á sér í að skipa 2. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði en prófkjör flokksins hefst 5. mars nk.

„Ég er náms- og starfsráðgjafi og starfa við Stapaskóla í Reykjanesbæ. Ég bý með Ívari Atla Sigurjónssyni byggingariðnfræðingi og eigum við tvö börn.

Ég lauk MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Pírata í Hafnarfirði og Pírata í suðvesturkjördæmi. En í starfi mínu með Pírötum hef ég lagt mikla áherslu á grunnstefnu Pírata, borgararéttindi, samráð við íbúa, notendavæna þjónustu, jafnrétti, gegnsæi og heiðarleika og mun beita mér fyrir öflugri velferðar og fræðsluþjónustu í Hafnarfirði.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2